Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Side 11

Morgunn - 01.06.1952, Side 11
MORGUNN 5 sanni, að látinn lifi. Af geysimiklum lestri sínum og margra ára rannsóknum sannfærist hann um, að enn séu að ger- ast fyrirbrigði hliðstæð kraftaverkunum, sem Ritningin segir frá og hinir neikvæðu nýguðfræðingar voru búnir að kasta fyrir borð sem úreltum hégiljum og hjátrú. Ég er ekki viss um, að nokkurum guðfræðingi Séra Haraldur á þeirri tíð hafi verið það eins Ijóst og hon- leysir málið. um, að spíritísminn gæti bjargað nýguð- fræðinni. Og vegna þess, að bráðlega varð hann sjálfkjörinn foringi frjálslyndra manna í landinu um kirkjumál, fékk nýguðfræðin hér annan svip en í öðr- um löndum og lifði hér góðu lífi eftir að hún var að miklu horfin í flestum öðrum löndum, þar sem hún hafði fest rætur. Þetta er íslenzkt sérkenni, sem engin von er til að danskur prestur geti áttað sig á, þótt hann komi hingað sem snöggvast með fyrirfram myndaðar hugmyndir um trúmálalífið í landinu og leiti einhverrar fræðslu hjá mönnum, sem lifa og hrærast í danskri guðfræði. En þess- ar staðreyndir eiga að vera oss Islendingum sjálfum vel kunnar. Marga þá menn, sem mest hafa mótað andlegt líf á Islandi eftir aldamótin, hefur spíritisminn haft mikil áhrif á. Sem spíritískur prédikari verður séra Haraldur svo áhrifamikill, að til jafns við hann verður Hlægilegar enginn Islendingur talinn nú um langt prédikanir. skeið. Samt eru danska prestinum sagðar hlœgilegar sögur af spíritistaprédikunum á Islandi. Sem spíritisti skrifar Einar H. Kvaran sumar þeirra skáldsagna sinna, sem mest áhrif höfðu og gerðu hann að sáðmanni í stærri stíl en allir aðrir voru, sem skrifuðu skáldsögur á Islandi fyrsta þriðjung aldarinnar. Sem spíritisti yrkir séra Matthías sum hinna ódauðlegu ljóða sinna og blæs þjóðinni í brjóst þeim verðmætum, sem spíritiskur kristindómur hafði gefið honum. Marga and- lega leiðtoga aðra með þjóð vorri mætti nefna. Og eftir

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.