Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Page 42

Morgunn - 01.06.1952, Page 42
Þrjár góðar bækur. ★ Síðan MORGUNN kom siðast hafa honum verið sendar þrjár bækur um sálræn efni, sem mikil ánægja er að minnast. Að tilhlutun Sálarrannsóknafélags Islands kom út fyrir jólin erindasafn eftir prófessor Harald Níelsson: Lífið og ódauöleikinn. Varð það að vonum, að menn fögnuðu þeirri bók. Mönnum er svo enn í minni snilld próf. Haralds, fágæt mælska hans og þekking á sálarrannsóknamálinu, að bók með erindum eftir hann hlaut að verða aufúsugestur mörg- um. Þessi bók er sýnishorn af erindum hins ágæta leiðtoga, og valdi séra Sveinn Víkingur, er sá um útgáfuna, þessi erindi í bókina: Um svipi lifandi manna, — Bömin, sem deyja ung, — Vitranamaður, — Reimleikar í Tilrauna- félaginu, — Dulskyggnigáfa systranna í Fljótsdal, — og Heimkoman. Síðan prófessor Haraldur flutti þessi erindi og MORG- UNN birti þau, — að einu fráskildu, — er vaxin upp ný kynslóð í landinu, sem eðlilega þekkir minna til starfs séra Haralds en kynslóðin, sem samtímis honum var, og ber því þess vegna mjög að fagna að þessi erindi hafa verið gefin út að nýju. Próf. Haraldur er vissulega einn þeirra fáu, sem eiga að yngjast upp með hverri nýrri kynslóð. 1 formálsorðum sínum að bókinni segir séra Sveinn Vík- ingur: „Á þessum viðsjálu og villugjörnu tímum, þar sem menn, þrátt fyrir allar hinar tæknilegu framfarir, búa við meira

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.