Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Side 53

Morgunn - 01.06.1952, Side 53
Úr draumlífi skálda. Úr erindi eftir Einar Loftsson. ★ Ég minntist á það fyrr í erindi minu, að efni ljóða og sagna virtist stundum eiga upptök sín í draumalífi höfund- anna, og ekki aðeins það er staðreynd, að dómi höfundanna sjálfra, heldur segja sumir, að í draumum sínum hafi þeir einatt skynjað efnið í sögum sínum, séð umhverfið og atburðina gerast, sem þeir lýsa í sögunum. Nokkur dæmi um þetta skulu nú nefnd. Ýms dæmi um áhrif frá draumaheiminum má finna í bókmenntum frá fyrri öldum, en ég kýs fremur að dvelja við nærtækari dæmi, sem annað hvort eru tekin úr draumreynslu nútíðarmanna eða þá þeirra ann- arra, sem fyrir stuttu eru horfnir sjónum af vettvangi jarðlífsins. Skozki skáldsagnahöfundurinn Robert Louis Stevenson (1850—94) ritar ítarlega um þetta í kafla um drauma hans, sem birtur er í ritgerðasafni eftir hann, er nefnist „Across the Plains“. Þar segir hann frá því, hvernig sögur sinar verði til og hvaðan efni þeirra sé komið. Hér er aðeins unnt að stikla á nokkurum atrið- um úr þessari einkennilegu og athyglisverðu reynslu hans. Efnið í sögur sínar, persónurnar í þeim, lyndiseinkunnil’ þeirra og skapgerð, örlagavefinn í rás viðburðanna, allt þetta telur hann komið frá álfunum sinum, er hann venju- lega nefnir „litla fólkið sitt“. „Það hefur sýnt mér allt þetta í draumum mínum,“ segir Stevenson. Þegar hann langaði til að skrifa, og braut heilann um það, hvaða við- fangsefni hann ætti að velja sér, án þess að komast að niðurstöðu, þá segir Stevenson, að sér hafi ekki brugð- izt, að „litla fólkið“ hafi komið, og virtist hafa hið sama

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.