Morgunn - 01.06.1952, Qupperneq 70
64
MORGUNN
að vera farartæki, er flytji oss æðri og fullkomnari mátt,
tækifæri til aukins skilnings og fyllri þekkingar á dýrð
og dásemd hins sýnilega umhverfis vors, er vér höfðum
ekki áður uppgötvað.
Hinn sýnilegi heimur er í raun og veru ekki það, er
oss skiptir mestu, heldur sá innri, er hinn efnisræni svíf-
ur í, ef svo má að orði komast. Hverfleiki og fallvalt-
leiki einkennir hinn sýnilega heim vorn, allt er á hverf-
anda hveli, en vér leitum fyrst og fremst þess, sem er
stöðugt og varanlegt, hins sígilda og ævarandi. Ef hin
nýja heimsmyndarkenning fær orðið til þess að beina at-
hygli vorri að því, er nú sem stendur virðist vera utan við
oss, þá er jafnvíst, að þetta hlýtur að beina för vorri
inn á við, áleiðis til miðdepils þess, sem hver einasta
mannssál endurvarpar ljósbliki frá. Með þetta í huga
skynjum vér manneðlið sem gimstein guðs, ákvarðaðan
til að skína í ósegjanleik guðdómlegrar geisladýrðar. Þetta
er að hyggju minni hinn sanni spiritualismi, það sem vér
ættum að leita, og hver þau skilaboð, sem til vor berast
yfir landamærin, ættu að brýna þetta takmark fyrir oss.
Og — takist miðlunum okkar að vera vakandi hið innra,
þá munu þeir áreiðanlega verða ljósberar og vegsögumenn
mannkynsins í leit þess að þekkingu á veruleik andlegra
lífssanninda, þekkingu sem hin eirðarlausa nútíð og hið
friðvana mannkyn þarfnast svo mjög.
E.L. sneri úr ensku (Light).