Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Síða 82

Morgunn - 01.06.1952, Síða 82
76 MORGUNN hennar sjúklingar að bera bæklinginn síðan innan klæða og stinga honum undir koddann sinn á nóttunni. Þetta kvað gefa góða raun. Trúin fær miklu áorkað. En ég neita því ekki, að um eitthvert áhrifamagn geti verið að ræða frá sjálfri bókinni, eftir að frúin hefur farið um hana höndum. önnur kona sagði mér margar kynjasögur um frú Iversen og hennar merkilegu fjarskyggnisgáfu. „Lög- reglan í Kaupmannahöfn leitar stundum til hennar,“ segir hún, ,,og með góðum árangri. Fyrir nokkru kom hingað kona, sem var í öngum sínum út af því, að einhver hafði stolið reiðhjólinu hennar. Frú Iversen sagði henni hvert hún skyldi ganga, þessa götu og síðan hina og við tiltekið hús mundi hún finna hjólið. Þetta reyndist rétt. Þar stóð reiðhjólið. — En það er ekki alltaf að frúin sjái slíka hluti.“ Nú heyrðist gengið þungt í stiganum. „Frúin er að koma,“ sögðu konurnar hver við aðra næstum hátíðlega. „Hver er þá næstur?“ sagði frú Iversen. Það voru tveir menn, sem orðið höfðu fyrir misþyrmingum í fangabúðum Þjóðverja. Annar hafði orðið blindur, en var nú farinn að sjá, síðan hann kom til frú Iversen. Hún strauk augu hans og bar í þau smyrsli. 1 hinum manninum höfðu allar tenn- urnar verið brotnar, og hann var með ör um allan líkam- ann. Hann hafði kastað upp og kúgast yfir borðum og var lítt fáanlegur til þess að láta ofan í sig mat. Enginn hafði vitað ástæðuna. Nú var þetta að lagast. „Þetta geng- ur prýðilega,“ sagði hann. „Ég gæti núna etið heila kú.“ Sá, sem næst kom, hafði verið lamaður. Hann var mjög glaður. „1 gær gat ég í fyrsta sinni farið einn heim til mín hjálparlaust," sagði hann. Frú Iversen sagði frá því, að fyrir nokkru hefði maður komið til sín, sem búinn var að missa margar tennur. „Auðvitað vísaði ég honum til tannlæknis, að hann fengi sér gerfitennur. Ég veit ekki, hvemig það er með sumt fólk. Það heldur víst að ég geti skapað nýja hluti. Ekki er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.