Morgunn - 01.12.1962, Page 6
92
MORGUNN
dómsmaður og sálarrannsóknarmaður, dr. Björkhem,
segir íbók sinni „Okkulta Problemet" um miðla, sem
sannir hafa reynst að svikum, sálarlíf þeirra og freist-
ingar. Höf. leggur að sjálfsögðu meira upp úr öðrum
sálrænum fyrirbærum frú L. Ág. en líkaminganafyrir-
bærum þeim, sem menn töldu hjá henni gerast. Enda er
álit sálarrannsóknarmanna síðustu tíma það, að þau
fyrirbæri sanni miklu minna um framhaldslíf en áður
var álitið. Hin neilrvæða afstaða, sem á síðari tímum er
F1 Cook mjög ríkjandi meðal sálarrannsókna-
manna í garð líkamningafyrirbæra,
stafar sennilega einkum af tvennu. Annarsvegar af því.
að á síðari árum hafa verið mjög fáir miðlar fyrir slík
fyrirbæri, sem mögulegt var að rannsaka. Og hinsvegar
af því, að oft hafa miðlar, sem álitið var að slík fyrir-
bæri gerðust hjá, orðið uppvísir að svikum. Mikla at-
hygli og undrun hefir nýlega vakið bók, „The Spiritua-
lists“, sem kom út á þessu ári og miklum skugga varpar
á starf eins víðkunnasta sálarrannsóknamanns 19. aldar,
Sir Wir William Crookes (1832-1919), er var heimsfræg-
ur eðlisfræðingur og sæmdur aðalstign fyrir vísindaafrek.
Hof. nefndrar bókar leiðir þá staðreynd í ljós, að Sir
William, sem var kvæntur maður, lifði hneykslanlegu
ástalífi með miðlinum Florence Cook, sem notaði sér
aðstöðu sína til þess að knýja hinn fræga vísindamann
til að þegja yfir svikabrögðum sínum og gerast samselí-
ur. Varfæmustu vísindamenn þeirra tíma, eins og próf.
Richet hinn frægi lífeðlisfræðingur, afar gagmýninn
maður og raunar neikvæður í garð hinna spíritísku skýr-
inga á fyribærunum, tóku trúanlegar staðhæfingar Sir
Williams vegna vísindafrægðar hans. Þótt vitanlega sé
ekki ástæða til að vefengja öll þau miðlafyrirbæri, sem
margir aðrir töldu sig vafalaust hafa orðið vottar að
hjá þessum umtalaða og víðkunna miðli, ungfrú Fl.
Cook, þá mun, eftir það sem nú er fram komið, ekkert
byggt á fyrirbærum hennar og „rannsóknir" Sir Willi-