Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Page 14

Morgunn - 01.12.1962, Page 14
100 MORGUNN Svik og sannanir. ur borgari Rvíkur sagði við ritstjóra Morguns um þetta mál: „Sannleikurinn mun liggja einhversstaðar milli öfganna, milli trúlausa prófessorsins og „frelsaða manns- ins“, sem skrifaði í eitt dagblaðanna um málið.“ Þessum manni munu margir sammála. Miðilssvik hafa mörgum orðið að þeim ásteytingarsteini, að þeir hafa ályktað út frá svikunum, að málið væri allt vafið svo ískyggilegum hlutum, að réttast væri að eiga ekkert við það. Ágætustu sálarrannsóknamenn hafa farið öðru- vísi að. Þegar Evsapia Paladino virtist staðin að svikum, bauð Sir Oliver Lidge hennin til Bretlands, ef hún vildi skilyrðislaust halda fundi við skilyrði sem hún fengi ekkert um að segja, og engu að ráða um. Hún gekk að þeim skilyrðum. Það gegnir furðu, að ekki skuli allir miðlar leita þess, að starfa við skilyrði, sem útiloka svikagrun gegn þeim. Enginn miðill ætti að hafa starfið í höndum sínum, og raunar alger óhæfa, að miðlar skuli sjálfir taka við pöntunum fundargesta. Hverjar upplýs- ingar gætu miðlar á þann hátt ekki aflað sér um fundar- gestina, áður en þeir konoa á fundinn? Mörg eru þess ömurleg dæmi, einnig hérlendis, hvert er hægt að fara með miðilsfundi, sem þannig er stofnað til. Erlendis njóta þeir miðlar ekki trausts, og naumast aðsóknar, sem vinna ekki hjá viðurkenndum félögum, sem láta trúnaðarmenn sína ráða fundargestum án vitundar mið- ilsins. Þetta er svo sjálfsögð varúðarráðstöfun, að furðu gegnir, að ekki skuli bæði fundargestir og miðillinn krefjast hennar. Annars lítur úr fyrir það að í framtíð- inni muni sannana fyrir framhaldslífi verða leitað að nokkru á öðrum vegum en fram að þessu. Þeir sem nú reka vísindalegar sálarrannsóknir undir nafninu parapsychologie, nota miðla til rannsóknanna miklu minna en fram til þess hefir verið talið nauðsyn- legt. Þeir fást miklu meira við fyrirbrigði, sem óvænt Nýjar leiðir.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.