Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Page 21

Morgunn - 01.12.1962, Page 21
Rómversk-kaþólsk rödd ★ Peter Hohenwarter, kaþólskur kirkjumaður, háskóla- kennari og doctor í guðfræði .í Vínarborg skrifaði í marz 1958 í kaþólska prestatímaritið ,,Der Seelsorger": Sálu- sorgarinn, grein, sem mörgum lesendum Morguns mun þykja ómalísins vert að kynnast. Þar kveður við annan tón en tíðast heyrist um afstöðu rómv. kirkjunnar til rannsókna á sálrænum fyrirbærum. Próf. Hohenwarter er ekki spíritisti, en er áhugamaður mikili um vísindagrein þá er nefnist parapsychologie, og fæst mjög við sömu fyrirbæri og sálarrannsóknarmenn hafa fengizt við. Próf. Hohenwarter spyr: „Eigvm viö nú líka aö fara a<5 stunda parapsychologie?". Hann spyr fyrir hönd kaþólskra presta, svarar ein- ■dregið játandi og segir: Fyrir fáum áratugum var auðvelt að skrifa doktors- ritgerð sína samtímis því að maður bjó sig undir prests- starfið. En á vorum dögum krefst prestsstarfið stöðugt meiri og meiri þekkingar með það fyrir augum, að unnt sé að rækja sálgæslustarfið og mannúðarstarfið. Áróð- Urstæki nútímans, blöðin, útvarpið, kvikmyndirnar og sjónvarpið, hafa geysileg áhrif á allan þorra fólks, og engan veginn jákvæð áhrif aðeins, heldur einnig nei- kvæð áhrif til efnishyggju og afkristnunar. Þetta gerir sálgæslustarfið erfitt en knýjandi. Hættulegum slagorð- um er hellt yfir almenning og sértrúarflokkar reka sterk- ■an áróður. Ný og ný vandamál, sem vekja efasemdir, koma upp hjá oss í borgunum og einnig í sveitunum. Oss er sannarlega nauðsynlegt að vera vel vopnum bún-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.