Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 27

Morgunn - 01.12.1962, Side 27
MORGUNN 113 þessi efni .1 rórnv. kaþólsk tímarit. Þessar rannsóknir eru beint áframhald af sálarrannsóknunum, þótt aðferð- ir séu ekki allar þær sömu. 1 kirkjulegum málgögnum evangelískra manna er naumast nokkru sinni vikið að þessum málurn, sem geysifjöldi manna í löndum mótmæl- enda hefir þó hinn mesta áhuga fyrir. Svo ólíklega ætl- ar kannski að fara, að rómverska kirkjan skilji betur tímanna tákn og átti sig á því fyrr en kirkjur mótmæl- enda, að það verður kirkjunni til ámælis en ekki fram- dráttar, að láta straum þess mikla mannfjölda leita út fyrir kirkjuna, sem fylgir af alhug þessum málum og veit, að þau geta, í réttra manna höndum, orðið til stuðn- ings kristni og kirkju, vegna þess að á leiðum þeirra hafa fjölmargir fengið staðfestingu á því, sem þeir gátu ekki trúað í búningi hinnar kirkjulegu túlkunar. Auk þessa rómv. kaþólska félags um rannsókn sál- rænna fyrirbæra og tjáninga eru engin kirkjulega sam- tök til um þetta mál önnur en samtök brezkra kirkju- manna um sálarrannsóknir. Þarna fer kaþólsk kirkja og önnur hálfkaþólsk í fararbroddi og þær fá virðingu af. Kirkja Lúthers, sannleiksvottarins mikla, hins glæsilega frumherja frjálsrar hugsunar um andleg mál á sinni tíð, lætur sinn hlut eftir liggja, en hneigist meir og meir á síðustu tímum að nýrri orþodoksíu. En á þeim leiðum er mikil hætta á því, að hún fjarlægist samtíð sína meir og meir, með meiri og meiri íhaldssemi um guðfræði og kirkjuform. Jón Auóuns. 8

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.