Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 32

Morgunn - 01.12.1962, Side 32
118 MOEGUNN Árið 1819 var Kerner skipaður héraðslæknir í bænum Weinsberg í Wiirtenberghéraði í Þýzkalandi, og þar starfaði hann til æviloka. Hann þekkti og notaði „Mes- mer-aðferðina“, sem þá var notuð, segulmögnunaraðferð, til að lækna sjúka menn, einkum sálræna sjúklinga. Fyr- ir slíka sjúklinga setti Kerner læknir á stofn lækninga- stöð í Weinsberg, og meðal sjúklinganna, sem til hans leituðu slíkrar lækningar, var frú Frederique Hauffe, skyggna konan eða sjáandinn frá Prevorst. Tvítug að aldri hafði hún gifzt ágætum manni. Þau eignuðust börn og hjónabandið var hamingjusamt. En hún hafði löngum verið heilsuvel og þegar hún var 25 ára gömul, var heilsu hennar svo illa komið, að hún lá að mestu rúmföst. Þá var farið með hana til Kerners læknis í Weinsberg. Frú Hauffe var gædd ákaflega miklum miðilsgáfum. í Weinsberg lá hún 1 leiguherbergi, eins og ýmsir aðrir sjúklingar Kerners, og herbergi hennar var yfir kjall- arahvelfingum í gamalli vínverzlun. I þessu herbergi, undir daglegri umsjá Kemers, óx miðilsgáfa hennar mjög. 1 3 ár dvaldist frú Hauffe í umsjá Kerners. Meira en þrjú þúsund sinnum kom hann að sjúkrabeði hennar og gaf nákvæmar gætur ástandi hennar. Athugunum sín- um á því, sem hjá þessari merkilegu konu gerðist, lýsti hann síðan skarplega og ýtarlega í bókinni um hana. I 41. árg. MORGUNS, bls. 145-152 er sagt frá þessum fyr- irbrigðum og vísast hér til þess. Frá Weinsberg fer Svanquist með lesandann til Leip- zig og kynnir honum þar hinar merkilegu rannsóknir próf. Zöllners á ameríska miðlinum Henry Slade. 1 boði prófessorsins kom Slade til Leipzig árið 1877. Hann kom frá Englandi, en þar hafði verið farið um hann hörðum höndum rannsóknamanna, sem voru ekki vanda sínum vaxnir. Rannsóknamennirnir brezku voru raunar sumir sæmilega biblíufastir menn, en sannfærðir um, að tímar kraftaverkanna væru liðnir. Samt gerðust ómótmælanleg

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.