Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 33

Morgunn - 01.12.1962, Side 33
MORGUNN 119 stórmerki á fundum Slades. Og þegar höf. þróunarkenn- ingarinnar, Ch. Darwin, frétti um þessi furðuverk, sagði hann: „Guð hjálpi okkur, ef við eigum að fara að trúa öðru eins og þessu!“ Fundi sína í Englandi hafði Slade haldið í viðurvist allmargra mikils metinna manna, en samt var honum stefnt fyrir dómstól vegn svika. Próf. Lankaster stóð fyrir þeim málarekstri, og þegar sann var spurður, hverjar sannanir liann hefði fyrir svikaákæru sinni, svaraði hann naumast, en kvað slíkar sannanir ekki nauð- synlegar, fyrirbrigðin, sem sagt væri frá, gætu einfald- lega ekki gerzt. En miðlinum kom drengileg hjálp frá vísindamanni, sem þá var í fremstu röð, A. R. Wallace, heimsfrægum lífeðlisfræðingi. En Slade var dæmdur eft- ir gömlum lögum, sem bönnuðu spásagnir og þessháttar „kukl“. Gáfaður lögfræðingur reis upp og sýndi svo rækilega fram á misfellur og vitleysur í dómsmeðferð- inni allri, að „réttvísin" sá sér þann kost vænstan, að láta ekki fullnægja dómnum. Eftir þessa meðferð tók Slade því feginshendi að þiggja boð próf. Zöllners og koma til Leipzig og láta rannsaka hæfileika sína þar hjá víðfrægum manni og samstarfsmönnum hans. Próf. Zöllner var orðinn heimsfrægur vísindamaður í stjarneðliðsfræði, helgaði sig vísindum sínum algerlega, og móðir hans stýrði heimili hans í Leipzig. Hann hafðí þegar áður sýnt þann alltof fágæta drengskap, að fara eigin götur og halda sínu máli fram hvað sem stéttar bræður hans í háskólaheiminum sögðu. Við sviksemi og ódrengskap hafði hann litla þolinmæði og tók þrásinnis hörðum höndum á slíkum mönnum opinberlega. En sannleiksástríðu hans og afdráttarlausu sannleiksholi- ustu var ekki unnt að draga í efa. Til þessa manns lá hú leið hins umkomulitla, ameríska miðils eftir með- ferðina á Englandi. Þegar þetta var, hafði próf. Zöllner raunar lesið nokk-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.