Morgunn - 01.12.1962, Blaðsíða 41
MORGUNN
127
öll þessi, að því er virðist, óréttláta þjáning sé afleiðing
annaðhvort af nýafstaðinni eða gaxnalli heimsku, fá-
vizku og synd? „Eins og maðurinn sáir, svo mun hann
og uppskera“, getur vissulega verið lögmál, sem á við
sáningu í lífinu á undan þessu og sem skorin verður upp
í síðari jarðvistum. Það þarf þó ekki nauðsynlega að á-
líta endurholdgun sem markmið til umbunar og hegn-
ingar, heldur sem lögmál orsaka og afleiðinga, sem varð-
ar jafnt góða sem slæma atburði í lífi voru.
Athugum nánar nokkra af hinum góðu atburðum, sem
engin orsök verður fundin fyrir nema tilgátan um end-
urholdgun.
Til hinna „góðu“ atburða tel ég gáfur ungbarns, svo
sem hinnar átta ára gömlu .ítölsku stúlku Gíanella de
Marco. Stórblaðið Times í London sagði frá því í marz
árið 1953, að Gíanella stjórnaði London Philharmonic
Orchestra í Albert Hall, þar sem flutt voru tónverk eftir
Weber, Heyden, Wagner og Beethoven. Einnig segir Ev-
ening Standard frá því í september sama ár, að fjögurra
ára telpa, Danielle Salomon að nafni, hafi leikið á píanó
áður en hún lærði að tala og geti leikið verk Mozarts og
samið tónsmíðar og skráð nótnahefti. Bam þetta var
fætt af enskum foreldrum, sem búsettir eru í Suður-Tott-
enham í London.
Vér heyrum einnig frásögn um Sir William Hamilton,
sem hóf nám í hebresku þriggja ára gamall. Félagi einn
í Trinity College í Dublin, lýsti því yfir, að Hamilton
hafi sjö ára gamall sýnt meiri kunnáttu í því tungumáli
heldur en margur umsækjandi við upptöku í meðlima-
hópinn. Þrettán ára gamall talaði hann þrettán tungumál.
Meðal þeirra voru auk hinna ldassisku forau og nýju
Evrópumála, persneska, arabiska, sanskrít, hindustani
og malajamál. — Þegar hann var þrettán ára
gamall, skrifaði hann persneska sendiherranum, sem þá
var staddur í heimsókn í Dublin, bréf, og sagði sendi-
herrann, að enginn í öllu Bretlandi gæti hafa skrifað