Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Page 47

Morgunn - 01.12.1962, Page 47
MORGUNN 133 ward Carrington að nafni, segir frá manni, er heim- sótti kastala, sem hann liafði hvorki lesið um né séð áð- ur. Staðnæmdist hann utan við múrsteinshlaðinn kastala- vegginn og mælti: „Hér voru dyr“. Ummerki slíkra dyra voru engin sjáanleg og enginn nærstaddra tók undir þessi ummæli. En fyrirspurn, sem síðar var gerð, leiddi í ljós, að einu sinni höfðu dyr verið þarna, en fyrir mörgum árum hafði verið hlaðið upp í þær. Margar sög- ur eru til þessari líkar, og benda þær til endurholdgunar sem hugsanlegrar skýringar. III) Jafnframt slíkri reynslu getum vér sett þá, er hér segir frá. — Hr. Battista höfuðsmaður og kona hans sem búsett voru á Ítalíu, áttu litla dóttur, sem fædd var f Róm og þau nefndu Blanche. Hjónin réðu til sín frönsku mælandi barnfóstru frá Sviss, sem hét Marie. Barnfóstr- an kenndi litlu telpunni að syngja franskt vögguljóð. Varð Blanche brátt mjög heilluð af Ijóðinu, og var það oftlega sungið fyrir hana. En svo sorglega fór, að Blanche dó og hvarf Marie aftur heim til Sviss. Battista höfuðsmaður skrifar: „Vögguljóðið, sem aðeins hefði vakið sárar endurminningar um missi bamsins okkar, hljóðnaði nú með öllu á heimilinu og hurfu því allai endurminningamar um það úr hugum okkar“. Þremur árum eftir lát Blanche varð móðir hennar frú Battista aftur barnshafandi og á fimmta mánuði með- göngutímans dreymdi hana undraverðan vöku-draum. Fullyrðir hún sig hafa verið glaðvakandi þegar Blanche birtist henni og sagði með gamalkunna barnsrómnum sínum. „Mamma, ég er að koma aftur“ Síðan hvarf sýn in. Battista höfuðsmaður var vantrúaður, en þegar barn hans fæddist í febrúar 1906 féllst hann á, að láta það heita í höfuðið á Blanche, enda lílctist bam þetta henm svo sem frekast mátti vera. Níu árum eftir lát Blanche hinnar fyrri, eða þegar hin síðari var sex ára gömul, gerðist einstæður atburður. Eg mun nota Battista eigin orð. „Þama sem ég sat á-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.