Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 48

Morgunn - 01.12.1962, Side 48
134 MORGUNN samt konu minni ,í lesstofunni minni, sem er fast við svefnherbergi okkar, heyrðum við eins og fjarlægan óm af vögguljóðinu þekkta, og barst það frá svefnherberg- inu okkar, þar sem við höfðum skilið Blanche eftir í fasta svefni . . . Við komum að barninu, þar sem það sat í rúminu og söng með ágætum frönskuhreim, vöggu- ljóðið, sem hvorugt okkar hafði kennt því. Konan mín spurði hvað hún væri að syngja og svaraði telpan þegar í stað, að hún væri að syngja franskt vögguljóð . . . “ „Segðu mér, hver hefur kennt þér þennan fagra söng?“ spurði ég hana. „Enginn, ég syng bara eftir mínu eigin höfði“, svar- aði telpan og lauk með því að syngja lagið fjörlega eins og hún hefði ekki gert annað allt sitt líf en að syngja það. Höfuðsmaðurinn segir að lokum setningu, sem vér viljum ekki vísa á bug nema kalla hann ósannindamann. „Lesandinn má draga hverja þá ályktun, sem honum geðjast að, af þessari sönnu frásögn um staðreyndir, sem ég ber persónulega vitni um. Mín ályktun er sú, að hinir dánu komi aftur“. — Frásögn þessi er tekin úr bókinni „Vandamál endurfæðingarinnar“ (The problem of rebirth) eftir Ralph Shirley, sem út kom í Londoa árið 1924. — Ég mundi vilja segja, ,,það lítur út fyrir, að í vissum tilfellum sé hinum látnu leyft að heimsækja heiminn aftur í öðrum líkama“. Það væri ekki rétt að birta neina af þessum frásögn- úm, ef þær væru einstæðar. Ég get einungis borið vitni um þá staðreynd, að bókmenntir um þetta málefni eru fuilar af samskonar frásögnum vel staðfestum. í sjálfs- ævisögu Yoga, eftir Paramhansa Yoganda, sem út kom í New York árið 1946, segir frá hrífandi sögu líkri þeirri, sem Battista höfuðsmaður sagði. Mönnum finnst þeir hafi heimsótt staði áður, það er algengt. — (Á- hrifaríkt dæmi um slíkt er þegar Shanti Devi frá Delhi á Indlandi lýsti byggingum í borginni Muttra, sem hún

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.