Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 58

Morgunn - 01.12.1962, Side 58
144 MORGUNN þreytt og reyndi að hrinda þessu fr ásér. Þá heyrði hún eins og kveinandi rödd, sem sagði: „Hjálpaðu mér, viltu biðja fyrir mér, ég dó í nótt“. Konan svaraði kuldalegar „Ég bið engan að biðja fyrir mér og ég bið sjálf ekki fyrir neinum“. En röddin hélt áfram og samtímis sá konan kvenveru, sem draup höfði. Og þegar veran lyfti höfði, sá konan að þetta var æskuvinkona hennar. Síðar kom í ljós að æskuvinkonan hafði andazt þessa nótt. En konan hafði enga hugmynd haft um að hún væri veik. Við skulum gefa gaum að drengnum, sem svaf með- vitundarlaus og birtist frænku sinni í Rómaborg. Sé sagan sönn, þá er hér um að ræða fiarhrif annaðhvort frá undirvitund hins sofandi drengs sem þá hefir getað sent frá sér hugsun þrátt fyrir algert meðvitundarleysi, eða fjarhrif frá ættingjum hans. Það að unnt sé að yf- irfæra til annars manns mynd af þriðja aðila, er ákaf- lega sjaldgæft fyrirbæri, þótt það hafi sannalega tekizt með tilraunum, að því er vísindamaðurinn Tyrrell full- yrðir. Um söguna af konunni, sem sá látna æskuvinkonu sína, er það að segja, að liún var algerlega ókunnug fjöl- skyldu æskuvinkonunnar, svo að erfitt er að skýra sýn- ina, sem fjarhrif frá henni, þ. e. fjölskyldunni. Um söguna af konunni, sem heyrði gamla kunningja- konu, sem hún vissi ekki að væri látin, né hefði verið veik, er það að segja, að hún þekkti látnu konuna mjög lauslega. Fjarhrif frá fjölskyldu hennar koma naumast eða ekki til greina. Hafi móttakandinn fengið fjarhrifa- tilkynningu frá hinni dánu eða deyjandi konu,, hefir undirvitund hennar sett á svið dálítinn leik og framleitt röddina, sem kallaði á hjálp. Fyrir kemur það, að dáinn maður eða deyjandi kemur fram skilaboðum, sem hann hafði áður lofað að koma fram, er hann dæi. Frönsk kona, frú A. átti slíkt loforð hjá vinkonu sinni frú B, sem dó vinum sínum og fjölskyldu til mikillar

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.