Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 64

Morgunn - 01.12.1962, Side 64
150 MORGUNN reyndi hvað eftir annað árangurslaust að taka á henni. Hún greip alltaf eins og í tómt. Næstu dagana á eftir gerðust svipuð fyrirbæri, serr ýmsir urðu vottar að. 29. des. heyrðu enn þrír sömu rödd: „Hjálpaðu mér“. Þá spurði einhver þessarra þriggja, hvort þeir ættu ekki að koma saman í herberg- inu, sem röddin heyrðist oftast frá, og óðara var svarað háum rómi: „Já“. Sra Tweedale, móðir hans og kona gengu nú óðara til þessa herbergis og með hljóðtáknum komust þau óðara í samband við röddina, sem tjáðist vera rödd Leu Coat- es. „Ertu hamingjusöm?" spurði presturinn. „Nei“, var svarað. „Geturðu sagt okkur, hversvegna þú ert ekki hamingjusöm?" spurði sra Tweedale. Með höggum komu þessir bókstafir: „GRÖFIN —----------LE“. Presturinn, kona hans og móðir héldu öll að þetta „LE“ ætti að merkja Lea, nafn hinnar látnu frænku, en þeim til undr- u'nar var stafað með höggunum: „LETTERS": BÓK- STAFIR. Þá minntist móðir prestsins þess, að vegna þess, hve skyndilega hún hafði flutzt frá gamla heimil- inu til sonar síns eftir andlát systra sinna, hafði henni ekki unnizt tími til að panta stafi höggna á steininn á gröfinni. Hún lofaði nú að annast þetta mjög fljótlega. Samt réðu aðstæður því, að nokkuð dróst að koma þessu í framkvæmd. 24. marz sáu nokkrir heimilismanna hvít- klæddu konuna enn og orðsending kom: „Ég heimta að nafn mitt sé sett á gröfina, María!‘: „Nú verður þetta bráðlega gert“. „Ég heimta að það sé gert nú þegar“. Og samstundis hringdu allar bjöllur í húsinu og á borð- stofuklukkuna, sem notuð var til að kalla heimilisfólkið til máltíða, voru slegin þung högg. Áletrunin á legstein Leu Coates hafði verið pöntuð og þvert ofan í ætlun fjölskyldunnar dróst fram í septem- ber að höggva á steininn. 24. sept. heyrði heimilsfólkið röddina enn og nú sagði hún: „Nú er María búin að láta höggva nafnið mitt á steininn“. Reikningurinn fyrir á-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.