Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 65

Morgunn - 01.12.1962, Side 65
MORGUNN 151 letrunina var dagsettur deginum áður, þ. 23. sept og var þá enn ekki kominn til Tweedale-fólksins, og það hélt að áletrunin væri fyrir löngu komin á steininn. Mér þykir þetta mjög merkilegt mál, og það er alveg óvenjulega vel vottfest, því að presturinn hélt dagbók yfir öll fyrirbrigðin. Maður verður sennilega — og því miður — að hugsa, að hugur margra framliðinna sé bundinn við eins ómerkileg viðfangsefni og legsteininn. John Harford, sem dó í júní 1951, hafði beðið vin sinn, Hepperfield, að líta til með ekkjunni. Hann lofaði því og kom henni fyrir uppi í sveit, þar sem vinafólk hans lofaði að annast hana. Nokkru síðar vildi einn af ættingjum Harfords heitins koma ekkjunni fyrir hjá skólakennara nokkrum og Hopperfield hafði ekkert á móti því. Nokkur ár liðu. Þá varð það nótt eina, þegar Hopperfield lá glaðvakandi í rúmi sínu, að tjöldin voru dregin frá rúmi hans og hann sá Harford heitinn standa við rúmið, og horfa með ásökun í auga á sig. Hann sagði: „Hopperfield, vinur, ég er kominn vegna þess að þú hefir ekki efnt orð þitt, að líta til með konunni minni. Hún býr við sorg og neyð". Hopperfield endurnýjaði lof- orð sitt, og vinur hans virtist verða ánægður. Þegar Hopperfield fór að rannsaka málið, kom í ljós, að skóla- kennarinn hafði misst stöðu sína og fólkið ætlaði að fara að senda ekkjuna í fátækrahæli. Voru það fjarhrif frá ekkjunni, sem sköpuðu sýn Hopperfields? Fjarhrifamynd af þriðja aðila er ákaf- lega fágæt, eins og ég sagði fyrr. Eða var Harford, sem ekki gat gleymt konunni, sem hann hafði elskað, hér sjálfur að verki? Eða var hér um að ræða starf undir- vitundar Hopperfields, sem hefir, án þess hann sjálfur vissi, aflað sér upplýsinga um ekkjuna? Deyjandi menn sjá þrásinnis „anda“ hjá sér, „anda". sem eru komnir til að taka á móti deyjandi mönnum og hvetja þá til að koma til sín.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.