Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 67

Morgunn - 01.12.1962, Side 67
M 0 R G U N N 153 þess að hin deyjandi kona hafði haft orð á því, að hún sæi hjá sér framliðna vini. Við andláti frú Rogers var búizt þessa nótt. öllum dyrum fram að ganginum var læst. Kl. milli tvö og þrjú sofnaði dóttirin. Hjúkrunarkonan, frú Wilson var glaðvakandi. Henni varð litið til dyranna að sjúkrastof- unni, ósjálfrátt, og í dyragættinni sá hún meðalhávax- inn, axlabreiðan karlmann. Hann var beinvaxinn, hraust- legur að andlitslit, með rauðbrúnt yfirvaraskegg og hár og klæddur yfirfrakka, sem var óhnepptur. Hann var al- varlegur að sjá, og án þess að hreyfa sig, leit hann ýmist á sjúklinginn eða frú Wilson. Hún hélt þetta vera venjulegan gest, en mundi þá allt í einu eftir því, að allar dyr að ganginum voru rækilega aflæstar. Þá varð hún óttaslegin og kallaði á dótturina. Þegar hún leit aftur til dyranna, var maðurinn horíinn. Frú Rogers var enn meðvitundarlaus. Morguninn eftir kom frænka frú Rogers til að sjá hana. Hjúkrunarkonan sagði henni, hvað fyrir sig hefði borið um nóttina og lýsti manninum og hélt að þetta myndi hafa verið Rogers sálaði. En frænkan hvað þetta hafa verið nákvæma lýsingu, svo langt sem hún náði, á fyrra manni frú Rogers, sem hét Tisdale og var dáinn fyrir 35 árum. 1 öllu húsinu var ekki til ein mynd af hon- um og hjúkrunarkonan vissi alls ekki, að frú Rogers hefði áður verið gift. „Hvað var þetta?“. Fjarhrif til hjúkrunarkonumii frá hinni deyjandi konu? Frá lömuðum heila hennar komin? Eða var fyrri maður hennar fyrir 35 árum lát- inn, þarna sjálfur að verki? Ég hefi nefnt hér nokkur dæmi þess, að látnir menn virðast sýna sig jarðneskum mönnum. Allar þessar sýn- ir komu sjálfkrafa, eða m.ö.o. án þess að við þeim væri búizt eða tilraunir gerðar, t.d. með miðli, til að kalla þær fram.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.