Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Page 68

Morgunn - 01.12.1962, Page 68
154 MORGUNN Treystist þið til að fullyrða, að allt sé þetta bull, vit- leysa og blekking? Þið getið sagt það. En ég leyfi mér að benda ykkur á, að ef tími væri til, gæti ég sagt ykkur þúsund slíkar sögur fyrir hverja eina, sem þið vísið á bug. Ykkur mun reynast mjög erfitt að komast í kringum það, sem sálarrannsóknimar hafa leitt í ljós á liðnum 75 árum. Þið getið auðvitað reynt það, en þá eruð þið ekki hleypi- dómalausir athugendur þessara fyrirbæra, og sannið mér, að þið hafið ekki fylgzt með því, sem bætzt hefir við þekkingu vora á síðari tímum. Niðurstöður sálarrann sóknanna hafa á ýmsa lund verið á undan þeim breyt- ingum, sem orðið hafa á afstöðu margra hinna fremstu vísindamanna síðasta aldarfjórðungs til vandamálsins um Guð, lífið og alheiminn. Hinna „fremstu" vísinda- manna, segi ég, því að víðsvegar um löndin sitja vísinda^ menn í ábyrgðarstöðum, vísindamenn, sem ekki sjá út yfir þröngan hring sérrannsókna sinna og sýna óskap- legt þekkingarleysi á öðrum sviðum vísindanna, dæma síðan út frá ófullnægjandi forsendum, já, jafnvel tíðum röngum forsendum og komast því að röngum niðurstöð- um. Menn heyra oft frá þessum vísindamönnum skýr ingar og staðhæfingar, sem gátu verið afsakanlegar fyr- ir 50 árum en verða alls ekki afsakaðar lengur. Sumir leitast við að skýra birtingar látinna manna á þann hátt, að þeim valdi kraftar í manninum sjálfum. Ég fullvissa ykkur um, að sú skýring er erfið. 0g skyggnin, fjarhrifin og hlutskyggnin sprengja gersam- lega þann ramma, sem efnishyggjan hefir sett lífinu. Þessir hæfileikar verða ekki skýrðir eða skyldir, nema út frá þeirri tilgátu, að ,,eitthvað“ til, er engin ástæða til að ætla, að það hætti að vera til, þótt líkaminn, sem það notaði sem starfstæki hér ,í heimi, leggist til hvíldar og deyi. Jón Au&uns þýddi.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.