Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 71

Morgunn - 01.12.1962, Side 71
MORGUNN 157 Þetta herbergi er helgað friðinum og þeim, sem fórna sér fyrir friðinn. Þetta er heimkynni þagnarinnar og hér á hugsunin ein, hugurinn að fá að tala. Innra með okkur öllum er kjami, sem krefst kyrrðar, þráir þögn. I þessu húsi, sem vígt er starfi og umræðum í þágu friðarins, verður að vera herbergi eins og þetta, helgað ytri þögn og innri þögli. Tilgangurinn með þessu litla herbergi er sá, að skapa hér heimkynni með opnum dyr- um við hinu víðfeðma ríki hugans og bænarinnar. Hér eiga menn margvíslegra trúarbragða að koma saman og þessvegna eru hér inni engin þeirra trúar- tákna, sem við erum vön að hafa fyrir augum. En þó eru hér innan veggja sýnilegir hlutir, sem tala einu og sama máli til okkar allra. Eftir slíku tákni höfum við leitað og við höldum að við höfum fundið það, þar sem myndaður er hér inni ljósgeisli, sem fellur á ljómandi flöt hins fasta steins. I miðju l>essu herbergi er þá tákamynd þess,, hvemig ljós himinsins vekur daglega líf á jörðu, og þetta er mörgum okkar jafnframt tákn og ímynd þess, hvernig ljós andans gefur efninu líf. En steinninn, sem stendur hér í miðju herbergi, hefir ennþá meira að segja okkur. Við getum litið á hann sem altari, og altari, sem er autt ekki vegna þess að enginn Guð sé til, og ekki heldur vegna þess að það sé helgað ókunnum Guði, heldur vegna þess að það er helgað einum Guði, sem mennirnir dýrka með mörgum nöfnum og á margan, margvíslegan hátt. Steinninn á einnig að minna okkur á hið bjargfasta, hið varanlega í þessum breytinganna og hverfleikans heimi. Steinninn, jámmálmurinn er gæddur eðli hins eilífa og varanlega. Og hann á einnig að vera okkur áminning þess, að á hornsteini þolgæðis og trúfresti verður alla mannlega viðleitni að byggja. Efni j árnsteinsins leiðir hug okkar ennfremur að því,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.