Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Page 72

Morgunn - 01.12.1962, Page 72
168 MORGUNN hve nauðsynlegt það er að kunna að velja milli eyðingar og uppbyggingar, milli styrjalda og friðar. Ur járninu hafa mennimir smíðað sér sverð og úr járninu hafa þeir líka smíðað plóginn. Úr járni hafa þeir smiðað bryndreka og jámið hafa þeir líka notað til þess að byggja heimili fyrir menn. Járnsteinninn er einn hluti þeirrar auðlegðar, sem jörðin gefur okkur. Hvernig eig- um við að nota hann? 1 þessu herbergi, sem að öllu ber svip hins fyllsta ein- faldleika, fellur ljósgeislinn á steininn. Hér er engin önnur tákn að finna, ekkert sem leiðir athyglina að sér og tmflar kyrrðina innra með okkur sjálfum. Ef við horfum frá þessu eina tákni og á vegginn að baki þess,mæta auganu einfaldar línur, sem opna svið samræmis, friðar og jafnvægis. Gamalt máltæki segir að þýðing kersins sé ekki fólgin í veggjum þess, hliðunum, heldur í rúminu, tóminu. Eins er farið þessu herbergi. Það er hlutverk allra þeirra, sem hingað koma, að fylla tómið, herbergið því, sem þeir finna í þagnarheimi sálar sinnar. Jón A uöuns þýddi.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.