Morgunn - 01.06.1972, Blaðsíða 7
HUGARORKA OG FJARSKYGGNI
5
hringt í ldukkuna og veðrið. Öll virtust þessi símtöl hafa átt
sér stað án þess að skífurnar á símatækjunimi væru snertar.
Er rafveitan og hæjarsíminn í Rosenheim voru orðin ráð-
þrota og fyrirbærin héldu óbreytt áfram, voru fengnir eðlis-
fræðingar frá Max Planck stofnuninni í Miinchen og háskól-
anum þar og dularsálfræðingar frá Freiburg. Eftir gaumgæfi-
lega athugun staðfestu þeir niðurstöðu rafveitunnar og bæjar-
simans. Töldu þeir, að fyrirbærin væru ekki útskýranleg á
núverandi þekkingarstigi eðlisfræðinnar. Ekki ætlu sér aðeins
stað hreyfingar, sem fylgdu venjulegri kast- eða fallbraut, held-
ur væri hreyfibrautin stundum óregluleg og hlykkjótt. Svo
væri að sjá, sem skynsemigæddur kraftur væri að baki sumum
þessara hreyfinga, eins og við val símanúmeranna.
Dularsálfræðingar frá Freiburg veittu því fljótt eftirtekt, að
fyrirbærin gerðust nær eingöngu i nánd við 19 ára gamla
skrifstofustúlku og ekki utan vinnutíma hennar. Þótti eftir-
tektarvert, að þessi fvrirbæri skyldu gerast i nánd við ungling,
því að svo hefur nær undantekningarlaust verið, þegar stofn-
uninni i Freiburg hefur verið tilkynnt um fyrirbæri, sem
talið var að gætu verið reimleikar. Ekki er enn vitað, hvers
vegna þessi sjaldgæfu fyrirbæri gerast nær ævinlega með
unglingum, en með sálfræðilegum prófum nokkurra slíkra
ungmenna í Þýzkalandi, telja menn sig nú vita nokkuð um
sameiginleg einkenni þessa unga fólks.
Um orsök fyrirbæra af þessu tagi er ekkert vitað með vissu,
en talið er, að hér liggi sálræn eða hugræn orka að baki, sem
geti haft beint áhrif á hreyfingar í umhverfi sínu. Virðast til-
raunir, t. d. með teningskasti, styðja þá skoðun, að svunir geti
með hugarmætti sínum haft áhrif á hreyfingu hluta, svo og á
efnabreytingar.
Nýlega var t. d. gerð tilraun á dularsálfræðistofnun þeirri
sem stofnuð var við Duke-háskólann i Durham í Bandaríkjun-
um fyrir nær 40 árum og Prófessor Rhine veitir forstöðu. Lagð-
ar voru á borð fyrir í'raman nokkurn hóp manna, einn og einn
i einu, tvær mýs, sem svæfðar höfðu verið með ether. Voru
mýsnar jafngamlar, jafnþungar og sama kyns hverju sinni.