Morgunn


Morgunn - 01.06.1972, Blaðsíða 7

Morgunn - 01.06.1972, Blaðsíða 7
HUGARORKA OG FJARSKYGGNI 5 hringt í ldukkuna og veðrið. Öll virtust þessi símtöl hafa átt sér stað án þess að skífurnar á símatækjunimi væru snertar. Er rafveitan og hæjarsíminn í Rosenheim voru orðin ráð- þrota og fyrirbærin héldu óbreytt áfram, voru fengnir eðlis- fræðingar frá Max Planck stofnuninni í Miinchen og háskól- anum þar og dularsálfræðingar frá Freiburg. Eftir gaumgæfi- lega athugun staðfestu þeir niðurstöðu rafveitunnar og bæjar- simans. Töldu þeir, að fyrirbærin væru ekki útskýranleg á núverandi þekkingarstigi eðlisfræðinnar. Ekki ætlu sér aðeins stað hreyfingar, sem fylgdu venjulegri kast- eða fallbraut, held- ur væri hreyfibrautin stundum óregluleg og hlykkjótt. Svo væri að sjá, sem skynsemigæddur kraftur væri að baki sumum þessara hreyfinga, eins og við val símanúmeranna. Dularsálfræðingar frá Freiburg veittu því fljótt eftirtekt, að fyrirbærin gerðust nær eingöngu i nánd við 19 ára gamla skrifstofustúlku og ekki utan vinnutíma hennar. Þótti eftir- tektarvert, að þessi fvrirbæri skyldu gerast i nánd við ungling, því að svo hefur nær undantekningarlaust verið, þegar stofn- uninni i Freiburg hefur verið tilkynnt um fyrirbæri, sem talið var að gætu verið reimleikar. Ekki er enn vitað, hvers vegna þessi sjaldgæfu fyrirbæri gerast nær ævinlega með unglingum, en með sálfræðilegum prófum nokkurra slíkra ungmenna í Þýzkalandi, telja menn sig nú vita nokkuð um sameiginleg einkenni þessa unga fólks. Um orsök fyrirbæra af þessu tagi er ekkert vitað með vissu, en talið er, að hér liggi sálræn eða hugræn orka að baki, sem geti haft beint áhrif á hreyfingar í umhverfi sínu. Virðast til- raunir, t. d. með teningskasti, styðja þá skoðun, að svunir geti með hugarmætti sínum haft áhrif á hreyfingu hluta, svo og á efnabreytingar. Nýlega var t. d. gerð tilraun á dularsálfræðistofnun þeirri sem stofnuð var við Duke-háskólann i Durham í Bandaríkjun- um fyrir nær 40 árum og Prófessor Rhine veitir forstöðu. Lagð- ar voru á borð fyrir í'raman nokkurn hóp manna, einn og einn i einu, tvær mýs, sem svæfðar höfðu verið með ether. Voru mýsnar jafngamlar, jafnþungar og sama kyns hverju sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.