Morgunn - 01.06.1972, Blaðsíða 47
FRAMLÍFSDRAUMAR MANNSXNS
45
og raunii', armæða og sorgir, þótt birtar séu og örðugar, eru
himneskar lexíur og gullin tækifæri, — dulbúin blessun Hins
Mikla Eilífa Anda, mannlífinu til handa, og ef nánar er að gáð,
sjálfur lykillinn að Guðsríkinu, en það og öll lögmál þess búa
innra með oss, og inn í það verður ekki gengið nema fyrir
skilning á lögmálum þess á vegum þroskans og göfginnar.
Að siðustu vil ég gera þá játningu, að þessar hugleiðingar
hafa farið inn á nokkuð óvenjulegar brautir. Til þess liggja
hins vegar tvær megin ástæður. önnur er sú að ég lít svo á,
að víðsýn, markviss og skynsamleg leit þroskaði'a einstaklinga
verði til að lyfta málefni sálarrannsóknanna og skapa því þann
sess, sem því með réttu ber. ■—■ Hin ástæðan er aftur á móti sú,
að mér sýnist augljóst, að fálmkennd, þröng og blind leit ein-
staklinga, sem gleyma sálrækt sjálfra sín, i leitinni á sviði
hinna ytri fyrirbæra, og sem ekki hyggja að hinum heimspeki-
og trúarlegu liliðum, geti orðið til að draga sjálft málefnið nið-
ur, í stað þess að vinna því gagn og framgang.