Morgunn - 01.06.1972, Blaðsíða 78
ÆVAR R. KVARAN:
INDVERSK HEIMSPEKI,
Gunnar Dal,
Vikurútgáfan, Reykjavik.
Eins og frægt er orðið, fullyrti enska skáldið Kipling, að
Austurlönd og Vesturlönd væru aðskildir, ólíkir heimar, sem
aldrei gætu samlagazt. Honum verður ekki legið á hálsi fyrir
þessa skoðun. Hvernig átti hann að geta gert sér nokkura hug-
mynd um þá ótrúlegu tækniþróun, sem átt hefur sér stað á 20.
öld? Ferðalög sem fvrr tóku mánuði, taka nú nokkra daga eða
jafnvel klukkustundir. Hljóðvarp og sjónvarp gera fólki hvar-
vetna á hnettinum fært um að fylgjast með því sem gerist i f jar-
lægustu löndum. Hnöttur okkar hefur því í vissum skilningi
dregizt saman — smækkað. Við getum ekki lengur lokað aug-
unum fyrir því, að mannkynið er í rauninni ein stór fjölskylda.
Samvizka heimsins er smám saman að vakna til skilnings á
því, að þjáning eins er böl allra.
Þjóðir Austurlanda hafa alltof lengi farið á mis við þau þæg-
indi, sem tæknin hefur fært Vesturlöndum, og Mímisbrunnar
austrænnar speki hafa allof lengi verið ókimnir á Vestur-
löndum.
Vitrustu menn, sem heimurinn hefur alið, hafa jafnan helg-
að sig því, að kenna mannkyninu hvernig það megi forðast
þjáningu og höndla hamingju. Allt okkar böl stafar af skiln-
ingsskorti á hinum máttugu lögmálum lífsins. Það er sameig-
inlegt öllum hinum miklu trúarbragðahöfundum, að þeir hafa
uppgötvað þessi lögmál fyrir eigin reynslu eða guðlegan inn-
blástur og síðan reynt að leiðbeina mannkyninu til lífsham-
ingju með því að kenna með hverjum hætti haga beri lífi sínu
í samræmi við þessi óhagganlegu lögmál.