Morgunn - 01.06.1972, Blaðsíða 79
BÆKUR
77
Sökum vísindalegra yfirburða vestrænnar menningar og yf-
irdrottnunar hvíta kynstofnsins um langan aldnr hefur sú trú
verið alltof lengi við líði, að ekkert megi læra af Austurlönd-
um. Fróðum mönnum er nú löngu ljóst orðið, að á Indlandi er
að finna þrotlausa Mimisbrunna andlegrar vizku, sem eru af-
kvæmi menningar, sem stóð i fullum blóma meðan forfeður
okkar óðu villtir og málaðir um fen og skóga Evrópu i leit
að bráð.
Visindi Vesturlanda hafa fært okkur siaukin þægindi, en
skilið okkur eftir þvínæst hungurmorða í andlegum efnum.
Það hefði átt að vera hlutskipti kirkjunnar að bæta úr því, en
í stað þess tók hún sjálf fullan þátt í kapphlaupinu um hin ver-
aldlegu gæði, safnaði auðæfum og gerðist banki þjóðhöfðingja
í stað þess að vera musteri Guðs.
1 hinni helgu bók kristinna manna erum við minnt á það, að
maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Þetta hefur nú sann-
azt svo eftirminnilega, að þar sem svokölluð „velferð“ hefur
náð hæst, er óhamingja fóllcs mest. Flóttastraumurinn úr þess-
um mannlegu paradísum, „velferðarþjóðfélögunum“, eykst
með hverju ári i skelfilegri mynd vaxandi sjálfsmorða.
Vestræn menning er orðin siðferðilega gjaldþrota. Þess
vegna snúa andlega hungraðir menn sér að fornum Mímis-
brunnum í leit að glataðri vizku, í von um að það mætti leiða
þá á rétta braut. Þjáning okkar hefur sannað, að við lifum í
ósamræmi við hin máttugu lögmál alheimsins. Það er því ítr-
asta þörf á því, að kynna sér þessi lögmál og skynja, að lífsham-
ingja verður ekki höndluð án samræmis við þau. Mikilvægast
af öllu er að kunna listina að lifa rétt, þ.e. að ástunda rétta
hugsun og rétta athöfn. En hvað er þá rétt hugsun og rétt
athöfn?
Við því má finna margvísleg svör í þessari ágætu bók skálds-
ins Gunnars Dal, IncLversk heimspeki. 1 henni er samandregið
efni sex smárita, sem áður hafa lcomið út: Leitin að aditi,
Tveir heimar, Líf og dauSi, Hinn hvíti lótus, Yoga sútra Pa-
tanjalis og Sex indversk heimspekikerfi.