Morgunn


Morgunn - 01.06.1972, Page 79

Morgunn - 01.06.1972, Page 79
BÆKUR 77 Sökum vísindalegra yfirburða vestrænnar menningar og yf- irdrottnunar hvíta kynstofnsins um langan aldnr hefur sú trú verið alltof lengi við líði, að ekkert megi læra af Austurlönd- um. Fróðum mönnum er nú löngu ljóst orðið, að á Indlandi er að finna þrotlausa Mimisbrunna andlegrar vizku, sem eru af- kvæmi menningar, sem stóð i fullum blóma meðan forfeður okkar óðu villtir og málaðir um fen og skóga Evrópu i leit að bráð. Visindi Vesturlanda hafa fært okkur siaukin þægindi, en skilið okkur eftir þvínæst hungurmorða í andlegum efnum. Það hefði átt að vera hlutskipti kirkjunnar að bæta úr því, en í stað þess tók hún sjálf fullan þátt í kapphlaupinu um hin ver- aldlegu gæði, safnaði auðæfum og gerðist banki þjóðhöfðingja í stað þess að vera musteri Guðs. 1 hinni helgu bók kristinna manna erum við minnt á það, að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Þetta hefur nú sann- azt svo eftirminnilega, að þar sem svokölluð „velferð“ hefur náð hæst, er óhamingja fóllcs mest. Flóttastraumurinn úr þess- um mannlegu paradísum, „velferðarþjóðfélögunum“, eykst með hverju ári i skelfilegri mynd vaxandi sjálfsmorða. Vestræn menning er orðin siðferðilega gjaldþrota. Þess vegna snúa andlega hungraðir menn sér að fornum Mímis- brunnum í leit að glataðri vizku, í von um að það mætti leiða þá á rétta braut. Þjáning okkar hefur sannað, að við lifum í ósamræmi við hin máttugu lögmál alheimsins. Það er því ítr- asta þörf á því, að kynna sér þessi lögmál og skynja, að lífsham- ingja verður ekki höndluð án samræmis við þau. Mikilvægast af öllu er að kunna listina að lifa rétt, þ.e. að ástunda rétta hugsun og rétta athöfn. En hvað er þá rétt hugsun og rétt athöfn? Við því má finna margvísleg svör í þessari ágætu bók skálds- ins Gunnars Dal, IncLversk heimspeki. 1 henni er samandregið efni sex smárita, sem áður hafa lcomið út: Leitin að aditi, Tveir heimar, Líf og dauSi, Hinn hvíti lótus, Yoga sútra Pa- tanjalis og Sex indversk heimspekikerfi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.