Morgunn - 01.06.1972, Blaðsíða 31
DÁLEIÐSLA Á VINSTRI VEGUM
29
hún brast jafnan í grát, þegar liún var spurð einlivers. Við-
kvæðið hjá henni var jafnan þegar hún greip til vasaklútsins:
„Ég er þegar búin að segja ykkur allt sem ég veit.“
En að þessu sinni svaraði læknirinn: „Ég held að þér hafið
ekki gert það. Ég held að þér séuð hrædd. Ef það er rétt, þá get
ég tryggt yður fullkomna lögregluvernd. Segið þér nú eins og
er . . . eruð þér ekki hrædd við Nielsen?“
Frú Hardrup, sem var lagleg fölleit kona, varð jafnvel enn
fölari. „Jú,“ sagði hún og laut höfði. „Jú, Björn hefur eyðilagt
hjónaband okkar. Pelle liefur alltaf verið góður eiginmaður, en
Nielsen hefur eitthvert dularfullt vald yfir manninum mínum,
eins og hann hafi slegið hann töfrum. Ég elska Pelle og bað
hann að leita til sálfræðings, en Nielsen sagði honum að gera
það ekki, og að venju fór Pelle að skipun hans.
Þegar ég gat ekki haldið þetta iit lengur, sagði ég mannin-
um mínum, að hann yrði að velja milli mín og Björns. í>egar
Pelle reyndi að losna úr viðjunum varð Björn óður af reiði.
Hann kom heim til okkar, reif utan af mér fötin og lamdi mig
með beltinu sínu þangað til ég missti meðvitund. Þetta gerðist
fyrir framan manninri minn, sem sat og horfði á þetta, eins og
hann væri lamaður.
Þegar ég seinna náði meðvitund, vildi ég kæra þetta fyrir
lögreglunni, en Pelle lagði blátt bann við því. Hann sagðist
skulda Birni stóra fjárupphæð og Björn mundi láta setja hann
í fangelsi, ef ég gerði þetta. Pelle er ekkert annað en leir í hönd-
um leirkerasmiðsins.“
Er konan hafði lokið frásögn sinni, tjáði lögreglan henni að
þetta væri fyrsta verulega hjálpin, sem henni hefði borizt. Var
hún þá spurð hvort hún gæti munað nokkur önnur atvik, sem
máli skiptu. Ef til vill tækist henni að bjarga manninum sín-
um frá lífstíðarfarigelsi.
Frú Bente Hardrup brosti dapurlega. „Það hefur gerzt svo
uiargt hryllilegt, að ég veit varla á hverju ég að byrja. Ég
hefði átt að segja ykkur þetta fyrir löngu, en eins og þið segið,
eg var hrædd, ekki einungis um sjálfa mig heldur Pelle. Ég
skil ekki valdið, sem Nielsen liefur og ég veit ekki hve langt það