Morgunn - 01.06.1972, Blaðsíða 53
GERARD CROISET OG HUGSKYNJANIR HANS 51
háir. Skildirnir eru eins og egg- eða perlulagaðir. Þeir hafa
fjaðraskraut á höfði, þó ekki eins og Rauðskinnar hafa. Þegar
þeir hreyfa höfuðin sveiflast hvítir fjaðraskúfamir til. Andlit-
in eru máluð. Það er eins og líkamir þeirra og þó einkum hand-
leggirnir séu málaðir með hvítum táknum, sem helzt líkjast
spurningarmerkjum. En það sem ég sé, eru alls ekki venjuleg
manndráp. Þetta tilheyrir ti'úarbrögðum. Slátrun þessa fólks
er einhver helgisiður. Á stórhátíðum er þarna drepinn fjöldi
tnanna og dýra. Það tilheyrir helgisiðunum. Blóðinu úr þess-
um fórnardýrum er safnað í skálar, og eru stólpar síðan roðnir
þessu fórnarblóði til verndar gegn illum öndum. Ég sé ýmsa
galdramenn við þessar helgiathafnir. Einn þeirra er æðstiprest-
ur. Þeir virðast tilheyra sérstakri stétt, sem öllu ræður á þess-
um degi. Þetta virðast vera sólar- og eldsdýrkendur.“
Prófessorinn frá Suður-Afríku varð meira en undrandi á
þessum lýsingum Croisets. Lýsingin á hellinum og þverhníp-
mu var yfirleitt rétt, og lýsinguna á mannætusiðum Basuto-
tnanna taldi hann mundu fara nærri lagi. Flest af því, sem
hsegt var að ganga úr skugga um var nákvæmlega rétt og ann-
að gat verið rétt.
En að m. k. ein smávilla hafði slæðzt inn í skyggnilýsingu
Croisets og hún var sú, að hann hélt að hellirinn væri í Vestur-
Afríku í stað þess að hann er í Suður-Afríku.
Einna erfiðast átti dr. Valkhoff með að átta sig á þvi, sem
Croiset hafði sagt um fólk með ljósari litarhátt en negrar, og sem
V£ei'i sérlega hávaxið. Engar söguhækur greina frá veru hvítra
^ianna i Basutolandi fyrir miðja átjándu öld. Vel gæti það,
sem Croiset sagði um höfuðskraut þeirra átt við einhverja
negra-ættflokka nú, en þessir voru betur klæddir og útbúnir,
en átt gæti við frumstæða þjóðflokka. Ekki vita menn heldur
um neina hvíta menn í Basutolandi fyrr en á dögum Moshes
honungs á fyrri hluta 19. aldar, sem afnam hina hryllilegu
hlótsiði Basutomanna. Hljóta það því að hafa verið Bushmenn,
sem frá fornu fari biuggu í hellinum, en seinna Nantunegrar
fra því í byrjun síðast liðinnar aldar.
Ári eftir að tilraunin var gerð í Hollandi með skyggnilýs-