Morgunn - 01.06.1972, Blaðsíða 40
38
MORGUNN
unnar, sannfæringu sinni til styrktar, vita, að með slikri leit er
raunverulega hægt að finna óskasteininn, sem allir þrá. —
Þeir, sem ekki leita eða rata inn á þessa leið leitarinnar, eiga
það á hættu, að lenda í andlegri örbirgð; þessi leit er anda
mannsins jafn nauðsynleg og brauðið er líkamamun. Það var
þvi ekki að ófyrirsynju að sagt var: „Maðurinn lifir ekki á einu
saman brauði“. — Hann þarf að næra anda sinn í trú og von,
svo honum takist að finna sannleikann, sem einn getur gert
hann frjálsan og andlega sterkan.
Mörgum verður á að láta hið andlega lönd og leið, þar til ell-
in nálgast.Þá er oft hætt við að reynt sé að leita þess, er menn
álíta hin fljótlegustu og handhægustu ráð, og þeir aðhyllast
þannig stundum ýmislegt, sem gripið er til eins og hálmstrás,
án þess að víðari sjónarmiða sé gætt. — Oft er einmitt sagt, að
spíritistar séu fólk, sem þannig sé ástatt um, og oft er þetta
að verulegu leyti rétt. Margt fólk leiðist þannig út í það, að
leita eftir alls konar miðilsfyrirbærum þrotlaust og af blindu
hungri, og án nokkurrar víðari hugsunar eða stefnumiða, eins
og slíkt sé hið eina og æðsta, sem þessi hreyfing hefur upp á að
bjóða. — Við hungrinu er ekkert að segja, en í blindninni búa
hættur. — Þegar talað er um hættur i sambandi við þessi mál,
þá ber að hafa það í huga, að slik einhliða leit að hinum endan-
legu sannindum, ef hægt er að tala um slíkt, er allt of þröng,
og þannig er hún einstaklingnum hættuleg í þessari mynd.
Enginn skyldi samt skilja orð mín þannig, að það sé hættulegt
að leita eftir og kanna miðilsfyrirbæri sem slík, því það er al-
gjör misskilningur. — Það, sem hættulegt er, er að binda sig
rígfastan við þröngan hring takmarkaðra sjónarmiða í þessum