Morgunn - 01.06.1972, Blaðsíða 75
í STUTTU MÁLI
73
var lagt á fjalir í litlu herbergi inn af þvi, sem ég svaf i. Eitt
kvöld lá ég glaðvakandi í rúminu og var að hugsa um þessa
vinstúlku mina. Þá kom hún inn til mín jafn brosandi og blöð
og hún var venjulega, en talaði ekkert. Þá sagði ég: „Elsku
Gunna min, þú hefur þá hara legið í yfirliði.“ Hún brosti til
min og fór aftur inn. Þá hrópaði ég: „Elsku Gumia mín,
komdu fljótt inn til mömmu þinnar.“ Hún anzaði ekki, og þar
lá bara kalt líkið á fjölinni. Þá datt mér í hug Högni á Hlíðar-
enda, þegar hann og Skarphéðinn sáu og heyrðu Gunnar
syngja uppi á haugnum; þá sagði Högni: „Þetta er ekki fað-
ir minn.“
Hvað eigum við að segja? Biðja um meiri skilning og meira
vit, meiri sjón i Jesú nafni.
Oft hef ég gætt mín illa hér,
ávaxtað pund mitt verr en ber,
fordjerfað margt sem fagurt er.
Fyrirgefðu nú, Drottinn, mér.
Leyfðu mér, Guð, að leita þín —
lifa í þínu valdi.
Sonurinn þinn er sæla mín,
syndanna þó ég gjaldi.
Eins er það víst að andi þinn
eflir vort lífsins gildi.
1 ferjunni hlundar Frelsarinn,
furðuverk hans og mildi.
Hann veit um allan veikleik manns,
vilja síns föður, kærleik hans.
Stendur þvi upp og stillir voðann —
sterk Guðshöndin lægir hoðann.
Þess og aðeins þess vegna er okkur alls staðar óhætt.
Kristín Sigfúsdóttir
frá Syðri-Völlum.