Morgunn


Morgunn - 01.06.1972, Side 30

Morgunn - 01.06.1972, Side 30
28 MORGUNN síðasta tilraun leiddi ekki i ljós neinar staðreyndir, sem ekki áður voru kunnar. En nú var það einmitt, þegar allar leiðir virtust lokaðar til frekari nýrra viðhorfa í málinu, að nýr kafli hófst í því. Gerð- ist það með því, að lögreglustjórinn i Hvidövre, smábæ fyrir sunnan Kaupmannahöfn, hringdi til þess að skýra frá því, að bankarán, sem framið hafði verið sjö mánuðum áður í Hvid- övre, hefði verið framkvæmt á sama hátt og eftir sama fyrir- komulagi og ránstilraunin í Landmandsbankanum. En i Hvid- övre hafði ránið hins vegar tekizt og ræninginn komizt á brott með danskar krónur 240.000,00 eða á þriðju milljón íslenzkra króna. Ræninginn hafði notað skjalatösku, var örfhendur, hleypti fyrsta skotinu upp í loftið, skipaði starfsfólkinu að leggjast á gólfið og hjólaði leiðar sinnar með peningana á svörtu heiðhjóli. Var nú hópur vitna frá Hvidövre-bankanum fenginn til þess að reyna að bera kennsl á Pelle í röð manna á svipuðum aldri. Skipti það engum togum, að öll vitnin báru þegar að Pelle væri maðurinn, sem hefði rænt litla bankann. Þegar Pelle varð að horfast í augu við þessa ákæru varð hann vandræðalegur og áhyggjufullur. Hann sagði. „Góði engilhnn minn fékk mig til þess að ræna Landmandsbankann i Kaup- mannahöfn. Ég get ekki munað, hvað ég gerði í hinum bank- anum i fyrra. Ég var þar, en ég man ekki neitt um það. Góði engillinn minn sagði mér að gleyma því, og ég hef gleymt því. Góði engillinn segir mér alltaf hvenær ég geti munað eitthvað og hvenær ég eigi ekki að gera það.“ Geðlækninum þótti þessi yfirlýsing nægja til þess að stað- festa grun hans um það, að athöfnum Pelle væri stjórnað með eftirsefjunum. En þótt hann þættist nú vita hver „góði engill- inn“ væri, var það enn ekki sannað, þannig að það stæðist fyr- ir rétti. Læknirinn yfirheyrði nú frú Hardrup að nýju, konu Pelle, sem hingað til hafði að vísu verið samvinnuþýð, en ekki virzt búa yfir neinum upplýsingum, sem að gagni kætu komið. Þá hafði það ekki gert vfirheyrslurnar yfir henni auðveldari, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.