Morgunn


Morgunn - 01.06.1972, Side 26

Morgunn - 01.06.1972, Side 26
24 MORGUNN „Verðið þér nokkurn tíma reiður við hann?“ „Ég get ekki sagt það. Góði engillinn minn vill ekki að ég tali við yður. Ég er sekur. Ég drap tvo menn. Ég reyni ekki að ræna bankann. Ljúkið þið þessu nú — verið fljótir að því.“ Og aftur hneig á hann örmagna þögn. Geðlæknar eru ekki löggjafar, og lögin krefjast frekari vitn- isburðar en sálfræðilegs eðlis. Enda fór svo, að eftir margra nátta umræður, mat og bollaleggingar, þá höfðu sálfræðing- arnir engar sannanir fyrir þeirri skoðun, að Pelle Hardrup hefði framið verk sin undir dáleiðslusefjun. Á bak við allar þessar vangaveltur stakk svo alltaf upp kollinum hugsunin um að hann kynni að vera andlega heilbrigður, þegar til alls kæmi. Þá var sú ákvörðun tekin, að lögregluforingjarnir Christen- sen og Olsen ásamt geðlækni skyldu heimsækja aftur Björn Nielsen. Eftir að dvrabjallan hafði hljómað fimm sinnum, opn- aði hann loks dyrnar. „Hafið þið handtökuheimild?“ var kveðjuávarpið. „Það er engin þörf á handtökuheimild,“ sagði Christensen. „Við viljum einungis fá að tala við yður.“ „Hvers vegna?“ „Þér munuð fljótt komast að raun um það,“ sagði lögreglu- foringinn um leið og hann ýtti Nielsen til hliðar og gekk inn í íbúðina. Lögreglumennirnir renndu nú vökulum augum yfir íbúð Nielsens. Hver hlutur bar vott um auð og ósvikna smekkvísi: hin glæsilegu persnesku teppi á gólfum, húsgögnin, skrautlegar plöntur og fágæt og fögur málverk á veggjtun. Læknirinn, sem hafði trú á því, að nokkuð mætti kynnast manni með því að skoða bókasafn hans, reikaði að bókahillunum, sem náðu til lofts á tveim veggjum herbergisins. Þessi fyrrverandi tugthúslimur átti bókasafn, sem hægt var að öfunda hann af. Þar mátti sjá ritverk Strindbergs, Nietz- sches, Björnsons, Knut Hamsuns, Bilkes og fleiri merkilegra rithöfunda, að viðbættum áróðursritum Adolfs Hitlers og Göb- bels. Aðrar hillur voru fullar af bókum um yoga, andardrátt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.