Morgunn - 01.06.1972, Side 67
RITST J ORABABB
65
Fundahöld.
band dr. Erlendur Haraldsson, sálfræðingur. Flutti hann er-
indi ó fundinum, sem birtist í þessu hefti Morguns.
Svo sem um var getið í síðasta hefti Morguns,
var sett upp fundaáætlun fyrir vetrarstarfið
í vetur. Voru fundnir haldnir einu sinni í mánuði og fjölluðu
um ýmislegt efni. — Á fundinum 13. janúar flutti séra Björn
O. Björnsson merkilegt erindi um hina guðfræðilegu túlkun
Heilagrar Þrenningar, og mun það erindi bráðlega birtast í
Morgni. — Þá sýndi Geir Vilhjálmsson, sálfræðingur, á fund-
mum hinn 3. febrúar skuggamyndir og flutti mjög fróðlegar
skýringar og fræðslu um sálfræðileg efni frá sjónarmiði nú-
tima vísinda og eldri þekkingar. Nefndi hann þennan þátt
sinn: Mandölu-mjmdir og breytingar á vitund mannsins. —
Var þetta athyglisvert og nýstárlegt efni og framsetning Geirs
ljós og lifandi, og kunnu fundargestir vel að meta þetta ágæta
framlag. — Á fundinum hinn 2. marz flutti Séra Sigurður
Haukur Guðjónsson erindi um trú og sálarrannsóknir og frá-
sagnir af ýmiskonar persónulegri reynslu í því sambandi. Var
það erindi sérstætt og merkilegt. — Þá skeði sá einkar ánægju-
legi atburður, að tJlfur Ragnarsson, læknir, forseti SRFÍ kom
ovænt á fundinn, en hann var þá rétt nýkominn til borgar-
irinar úr langri dvöl við læknisstörf úti á landi, og aftur á för-
um til útlanda. — Ávarpaði hann fundinn í stuttu en hugljúfu
máli, sem hafði sterk á hrif á viðstadda. — Þá sýndi að lokum
Guðmundur Einarsson, verkfræðingur, litskuggamyndir af
frægum trúarlegum listaverkum víðsvegar að úr heiminum, og
flutti fróðlegar skýringar og frásagnir í því sambandi. — Á
síðasta fundinum, hinn 6. apríl, var svo flutt af segulbandi hljóð-
ntun af miðilsfundi hjá Hafsteini Björnssyni, miðli, þar sem
Runólfur stjómandi hans flutti fræðslu að handan fyrir fólkið,
en á eftir voru spumingar og umræður, og annaðist Sveinn Ól-
íifsson, varaforseti SRFÍ, að leysa úr þeim spumingum, sem
fram komu. — Fundir þessir voru vel sóttir og fór fundarsókn-
111 vaxandi eftir því sem á leið. Var á síðasta fundimnn svo mik-
dfundarsókn, að húsið var eins fullt og frekast mátti verða, og
5