Morgunn - 01.06.1972, Blaðsíða 37
DÁLEIÐSLA Á VINSTRI VEGUM 35
skýrði hann fyrir mér, að þá yrði ég nánar tengdur X-merk-
inu.“
Daginn eftir notaði Pelle byssu i fyrsta sinn i bankaráninu í
Hvidövre. Hann staðfesti það skriflega, að hann vissi að hann
ætti að skjóta hvern þann, sem veitti honum mótspyrnu. Og
eftir bankaránið fór hann með peningana til Nielsens. „Björn
gaf mér nokkra .. .“ skrifaði hann í játningu sína, en svo varð
aht ólæsilegt.
Hungur, ofþreyta og lostið við að vakna úr dáleiðslunni dró
allan mátt úr Pelle, og í fyrsta sinni svo mánuðum skipti gat
hann sofið í sínum eigin heimi.
Er hann hafði afhent verðinum blöðin sín, þá snæddi hann
°g drakk eðlilega, en neitaði hins vegar að tala við nokkum
ntann. En þessi skrifaðu plögg hans nægðu til þess að hægt
væri að leggja þau fyrir réttinn. Þar fékkst loks staðfesting á
því, sem lögregluna og læknana hafði lengi grunað, en gátu
hins vegar ekki sannað.
Afleiðingin af þessu varð svo sú, að Björn Nielsen var ákærð-
ur fyrir tvö bankarán og tvö morð. Réttarhöldin stóðu í þrjá
daga. Niðurstöðum geðsérfræðinganna bar að vísu ekki ávallt
fyllilega saman. Engu að síður kom þeim þó að lokum saman
um það, að hœgt væri að láta mann fremja glæp undir dá-
leiðsluáhrifum, ef viðkomandi hefði áður verið sefjaður til þess
að vera þeirrar skoðunar, að glæpirnir væru flokknum, mál-
staðnum eða meistaranum til góðs. f þessu máli gat hinn
politíski og trúarlegi ofstækismaður Pelle framið neikvæðar at-
hafnir, haldinn þeirri hugmynd frá demón sínum eða „góðum
eugh“, að þær væri þegar allt kæmi til alls, góð verk, sem nauð-
svnleg væru svo hinir pólitisku draumar gætu rætzt.
Dómurinn sakfelldi Bjöm Nielsen í öllum fjórum ákæru-
atriðunum. Hann var dæmdur til lífstíðarfangelsis, þareð
dauðadómur tíðkast ekki í Danmörku.
Pelle Hardrup var að vísu einnig sakfelldur, en ekki tal-
lun áhyrgur gerða sinna. Var hann fluttur í klinik fyrir sál-
s)úkt fólk, og næstu mánuði tók hann jöfnum framförum úr
myrkviðum sálar sinnar út í ljós heilbrigðinnar. Átti konan