Morgunn - 01.06.1972, Qupperneq 10
8
MORGUNN
eina. Voru ungarnir í egginu hér að verki eða var það sá, sem
tilraunina gerði? Þeirri spurningu er ósvarað ennþá, en unnið
er áfram að þessum tilraunum.
Við tilraunir af þessu tagi eru notuð sjálfvirk og sjálfritandi
tæki, sem skrá allt jafnóðum og það gerist, og tölva er síðan
notuð til að reikna út niðurstöðurnar. Sá, sem tilraunirnar ger-
ir, þarf venjulega lítið annað að gera en koma henni af stað.
Vísindamenn hafa yfirleitt fremur sótzt eftir að gera sjálf-
stæðar tilraunir en að rannsaka fyrirhæri, sem virðast gerast
án tilverknaðar þeirra, því að þá er oft erfitt að fá vissu um,
að ekki séu einhver brögð í tafli, vitandi eða óafvitandi.
Auk fyrirbæranna í Rosenheim, sem ég minntist á áðan,
hafa sennilega þrenn fyrirbæri vakið mesta eftirtekt á síðast-
liðnum áratug.
Við háskólann í Leningrad hefur verið rannsökuð kona, Nina
Kulagena, sem vísindamenn þar telja að hafi oft fært smáhluti
á borði án þess að hún snerti þá.
Þá er maður nokkur í Bandaríkjunum, Ted Serios, sem tek-
izt hefur við margendurteknar tilraunir að kalla fram myndir
á lokaða Ijósmyndafilmu, eða að fá aðrar myndir á filmurnar
en það, sem við blasti og eðlilega hefði átt að komast á filmurn-
ar, þegar ljósop myndavélarinnar var opnað.
Þá er maður nokkur í Svíþjóð og annar í Þýzkalandi, sem
tekizt hefur að fá raddir á segulband, sem ekki heyrðist i um-
hverfi tækjanna, sem notuð voru við upptökurnar. Segja
raddirnar sig vera framliðna menn, oft vini eða skyldmenni
viðstaddra. Er hér ævinlega aðeins um að ræða nokkur orð í