19. júní - 19.06.1989, Page 38
samband við nokkrar ömmur aðrar
sem voru sama sinnis. I framhaldi af
því var utanríkisráðherra send áskor-
un frá okkur í apríllok þar sem krafist
var viðskiptabanns á Suður-Afríku
þegar í stað.
Skömmu síðar, á mæðradaginn 8.
maí 1988, var svo efnt til fundar þar
sem samtökin voru formlega stofnuð
og þá bættust fleiri ömmur í hópinn.
Núna erum við orðnar milli 30 og
40.“
— Hafa friðarömmur einhver
markmið sem eru frábrugðin mark-
miðum annarra friðarhreyfinga, til
dæmis Friðarhreyfingar íslenskra
kvenna?
„Já, það má segja það að vissu
marki. Sameiginlegt er auðvitað það
markmið að við viljum berjast gegn
stríðsógnum og vígbúnaði, en í aug-
um okkar sem erum orðnar ömmur
teljum við brýnast að vernda börn og
unglinga gegn hörmungum styrjalda
og ofbeldis. Við höfum áhyggjur af
þeirri framtíð sem bíður barnabarn-
Kvenna-
sögu-
safn
Islands
Kvenna-
sögusafn
íslands
Hjarðarhaga 26,
Reykjavík, sími 12204.
anna okkar ef ekki verður horfið frá
þeirri hernaðarhyggju sem hefur ráð-
ið ferðinni í heiminum. Það er hræði-
legt að hugsa til þess að fjöldi barna
víðs vegar í heiminum þjáist og þolir
hörmungar af völdum þess hugsun-
arháttar fullorðna fólksins að styrj-
aldir séu nauðsynlegar og eigi því rétt
á sér og það gleymist að börnin eiga
skýlausan rétt á að vaxa úr grasi og
njóta friðar hvar sem þau fæðast í
heiminum.“
— En hvaö geta fáeinar ömmur á
íslandi gert til að breyta þessu?
„Það er nú einmitt tilgangurinn
með starfi okkar að stuðla að hugar-
farsbreytingu og þótt við séum hér
bæði fáar og langt frá vettvangi eigin-
legra stríðsógna, ber okkur skylda til
að hafast eitthvað að. Ef enginn
hreyfir mótmælum er engin von til
þess að hlutirnir þokist til hins betra.
Við teljum að það sé margt hægt
að gera hér hjá okkur til að vinna að
slíkri hugarfarsbreytingu og við
leggjum mesta áherslu á að börnin
sjálf fái fræðslu og uppeldi til friðar.
Öðruvísi getum við ekki átt friðsam-
legri heim í vændum.“
— Hvað hafið þið gert til að vinna
að þessu markmiði?
„Hinir fullorðnu verða að sjálf-
sögðu fyrst að gera sér grein fyrir því
hversu mikið er um að alls kyns of-
beldi sé haldið að börnum. Það á
sérstaklega við um sjónvarpsefni, en
líka ýmiss konar tölvuleiki og leik-
föng sem gerð eru fyrir ofbeldisleiki,
s. s. Rambo og He-man. Þegar við
leggjum blessun okkar yfir slíka leiki
t. d. í sjónvarpi en fordæmum alvöru
ofbeldi og stríð í sama miðli felst í því
tvískinnungur og tvíræð skilaboð
sem börn eiga erfitt með að skilja.
Við verðum einfaldlega að forða
þeim frá slíkri innrætingu eins og
hægt er með því að fá þeim ekki
svona leikföng í hendur og reyna að
draga úr því ofbeldi sem fyrir augu
þeirra ber í sjónvarpi.
Fyrsta verk okkar á stofnfundin-
um á mæðradaginn í fyrra var að
skora á forráðamenn sjónvarps-
stöðvanna að sýna ekki ofbeldis-
myndir á þeim tíma þegar börn eru
helst að horfa á sjónvarp, þ.e. á fyrri
hluta kvölddagskrár. Fyrir síðustu
jól gerðum við sjálfar könnun í öllum
helstu leikfangaverslunum á höfuð-
borgarsvæðinu á úrvali leikfanga og
komumst að því að til eru verslanir
sem ekki hafa stríðsleikföng á boð-
stólum. Til dæmis fór ég sjálf í leik-
fangadeild Hagkaupa og mér til
ánægju fann ég þar hvergi leikfanga-
byssu. Vonandi er það þannig alltaf,
þótt ég viti það ekki með vissu. I
framhaldi af þessu skrifuðum við
dreifibréf sem beint var til annarra
amma, og reyndar afanna líka, að
þau gæfu barnabörnum sínum ekki
stríðsleikföng í jólagjöf, heldur veldu
þroskandi leikföng, bækur eða
mjúka pakka í staðinn.
Eg á enn eftir að nefna okkar aðal-
baráttumál, en það er að tekin verði
upp bein friðarfræðsla í skólum og
leikskólum. Við sendum núverandi
menntamálaráðherra bréf á liðnum
vetri þar sem þess var farið á leit að
friðarfræðsla yrði sett á námskrá
grunnskólanna og vinnuhópur settur
á fót til að útbúa slíkt efni. Okkur var
svarað því til að í nýju námskránni
væri gert ráð fyrir fræðslu um mann-
réttindi og skyld málefni og verður
það að teljast spor í áttina.“
— Er friðarfræðsla þá lausnin og í
hverju er hún fólgin?
„Ef friðarfræðsla í skólum helst í
hendur við uppeldi til friðar, sem
verður auðvitað að koma frá heimil-
unum líka, teljum við að hún geti
haft ósegjanlega mikil áhrif. Það er
hægt að kenna einstaklingum að
leysa vandamál sín án ofbeldis, að
bera virðingu fyrir skoðunum ann-
arra. Það er líka hægt að fræða börn
um siði og menningu annarra þjóða
og kenna þeim um leið að virða þá
sem eru aldir upp við öðruvísi kring-
umstæður og kannski ekki síst að
bera umhyggju fyrir þeim sem á ein-
hvern hátt eru minni máttar. Allt eru
þetta atriði sem myndu gera einstakl-
inginn færari um að lifa í sátt við aðra
og stuðla þannig að friðsamlegri
heimi. Þessu til viðbótar má svo ekki
gleymast að upplýsa börn um hörm-
ungar og hættur sem stafa af ofbeldi
og stríðsátökum.
Við höfum orðið varar við alls
kyns misskilning um friðarfræðslu og
friðaruppeldi hjá fólki og þar sem við
teljum þetta brýnasta verkefni hjá
okkur friðarömmum réðumst við í
stærsta verkefni okkar til þessa, en
það var ráðstefna um efnið „Hvað er
friðaruppeldi og friðarfræðsla?“ og
við bindum miklar vonir við að okk-
ur takist í kjölfar hennar að vekja
upp umræðu í þjóðfélaginu um þetta
efni,“ sagði Ina að lokum og það
leynir sér ekki á svip hennar að frið-
arömmur ætla ekki að láta sitt eftir
liggja til að stuðla að bættum heimi
fyrir barnabörnin og framtíðina.
38