Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 3

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 3
Sr. Ólafur Skúlason: Minning og náð Mér er það sönn ánœgja að mega óska Keflvíkingum og öðrum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla. Og ég þakka Faxa-mönnum fyrir þann heiður, sem mér er sýndur í þessu blaði. Það er Ijúf skylda fyrirmig að vera þannig hvattur til þess að láta huga leiða mig heim á leið, nú þegar jólin nálgast. Enda eru þeirtöfrar jólanna ekki sístir, að þá er fellingum áranna sópað í burtu og hver og einn gengur þann veg fram, að minningarnar eiga í honum stærri hluten endranœr. Segja reyndar sumir, að jólin séu fyrst ogfremst hugljúfar minningar, sem hver og einn leitast við að laðafram og með því auka við yndi þeirra daga, sem hvert og eitt árið færir honum. Hvort sem þeir munu margir, sem vilja taka svo djúpt í árinni, er annað mál, og mun þó gott, ef hægt er að láta það bestafrá liðnum tímagera þær stundir góðar, sem eru að líða fram hjá hverju sinni. Er þá ekki að ófyrirsynju boðað til jóla ár hvert. Og auðvitað eru jólin minning. Ekki aðeins frá því hvert okkar var lítið barn heima hjá pabba og mömmu og við áttum þær stundir, sem aldrei fellur svo á í umróti tímans, að þœr glati gyllingu sinni. Minning þeirra nær svo langt aftur sem menn vilja muna, að Guð vitjar lýðs síns. Guð hefur hvergiskiliðfólk svo aumkunarverteftir í ömurleika sínum, að hann hafi ekki á einhvern hátt bent því á sig og þær reglur, sem eðilega gildi ísamskipt- um barna hans. En í fullnustu tímans kaus hann að stíga á foldu sjálfur í líki síns eigin sonar og varð maður. Frá þeim tíma eigum við opinberun, sem ein dugar, enda þótt túlkun komi til með hverri kynslóð og til þess að skiljasem best, hvað þar raunverulega gerðist. Vegna þessa atburðar höldum við jól, af því ,,að það bar til um þessar mundir“, að kona ól barn og síðan var það átta daga gamalt nefnt Jesús. Góðar minningar helgra jóla duga þá skammt, ef þær eiga ekki að nokkr- um hluta og helst stórum grunn í þessari staðreynd. Halda að vísu margir þvífram á efasemda tímum, að slá beri striki yfir grunntón jóla en njóta þess eins, sem hátíðabrigði gera unnt í velvilja oggóðum gjöfum. Ekki fer á milli mál, að velvilji er boðskapur jóla og góðar gjafir eiga að minna á gjöfina stærstu. En hörmulega gerist allt innantómt og næsta holt, efeftir umbúðunum einum er sóst, svo að kjarninn gleymist. Er mér reyndar ekki grunlaust um það, að sumir þeirra, sem hœst láta um það, að best sé að gleyma fæðingu barns, þar sem hún skipti engu máli, en gera sér aðeins dagamun í góðvilja til að berjastgegn svörtustu skammdegismyrkr- um norðursins, tali þvert um huga sér, og þóttist ég eitt sinn fá góða sönnun fyrir því hugboði mínu, að þeir láti stundum hæst um léttvæga boðun kirkjunnar, sem eru að berjast við efasemdir í eigin brjósi. En þessi atburður gerðist fyrir nokkrum árum, þegar ég var boðinn af félagasamtökum til þess að flytja hug- vekju á jólafagnaði. Satégáeftir við borð, þarsem kona nokkur ókunn tjáði mér, að hún ætti tvö börn, og bœtti svo við og horfði ögrandi á mig, að hún kenndi þeim alls ekkert um Guð. Þegjandi viðbrögðum mínum svaraði hún sjálfmeð því að fullyrða að hún vildi ekki hafa áhrif á skoðanir þeirra, þarsem þau yrðu að gera slíkt upp við sig sjálf í fullnustu tímans, þegar eigið vit hjálpaði þeim til. Enda tryði hún sjálfekki á það, að nokkur Guð væri til. Mér gafst lítið tóm til að halda uppi öðru, þar sem margir töluðu í senn, en þegar komið varað lokum ogég ætlaði að halda heim, snéri konan sér að mér aftur og spurði nú með ódulinni angist í röddinni: ,,Heldurðu það komi til, að Guð refsi börnunum fyrir það, að við látum ekki skíra þau?“ Skyldu þeir ekki vera fleiri en konan þessi ein, sem í raun leggja meira upp úr boðskap kirkjunnar um jólin og náð Guðs, heldur en þeir láta uppi? Skyldu þeir ekki vera fleiri en hún, sem efast um réttmæti þess að láta barn sitt alast upp í trúarlegu lofttómi, þar sem ekki finnst nokkur Guð? Skyldu þeirekki vera fleiri, jámiklu fleiri, sem nú búa sig undir að fagna jólum, ekki aðeins vegna þess, að þá eiga Ijúfar minningar bernskudaga greiðari aðgang að þeim en endranær, heldur vegna þess að í þessum minningum heyra þeir engilsins rödd, sem flytur dýrlegan boðskap, sem ekki er síður nauðsyn- legur nú en þá: ,,Yður er ídag frelsari fæddur“. Þetta eru jólin, og þettagerir þau dýrmæt. Alltannað í þessum anda er dásamlegt og bætir sínu þar við, en gleymist kjarninn gagna umbúðirnar lítt. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Olafur Skúlason. ssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss FAX1-203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.