Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 90
VERTU ALLTAF GÓÐUR
FRAMHALD AF BLS. 206
sem þarna var aö verki. Og þannig
er það alltaf, þegar kærleikurinn er
með í för og vísar veginn. Þá verð-
ur allt svo miklu léttara og ljúfara,
bjartara og betra - þótt aðeins séu
mannleg sjónarmið höfð í huga.
Og þetta gildir ekki síður á vett-
vangi hins trúarlega þáttar í lífi
okkar. Pví að ekkert getur gefið
okkur eins mikinn þrótt - og bjart-
sýni og úthald ; eins og vitundin,
eins og vissan um það að Jesús er
með í förinni, - veitandi hverjum
þeim, sem til hans kemur í auð-
mýkt - og einlægri trú, - blessun
sína. Sú ,,blída Jesú mynci" þarf að
vera lifandi í sérhverju hjarta.
Hana þurfum við sífellt að vera að
taka upp - og virða hana fyrir okk-
ur aftur og aftur, - eins og móðirin
unga gerði með myndina af elsk-
aða drengnum sínum. í fermingar-
ræðunum, sem ég flutti vorið 1953,
- talaði ég um það, að framtíðar-
vegurinn væri mistri hulinn, fram-
tíðin óviss og óörugg, - án traustr-
ar og öruggrar vegsagnar. Þannig
var það þá, - og svo er það enn
þrjátíu árum síðar. í fermingunni
benti ég á Frelsarann, Jesúm Krist,
sem hinn eina örugga og óbrigðula
leiðbeinanda á lífsins og gæfunnar
vegi. Hann hefir ekki brugðist. -
Og hvað er þá dásamlegra en að
eiga myndina af honum lifandi í
hjarta sér, - honum, sem er kær-
leikur Guðs til okkar kominn. Sá
kærleikur varpar helgri himinbirtu
á vegferðina hér í tímans heimi -
og lýsir út yfir öll jarðnesk myrkur.
Sjálfur hlaut hann að ganga í gegn-
um margs konar þrautir og erfið-
leika, meðan hann dvaldist á þess-
ari jörð. Og lífi sínu lauk hann á
kvalakrossi, saklaus - fyrir synd-
uga menn. En alltaf hafði hann
fyrir sjónum sér hina fegurstu
mynd, - þreyttist aldrei á að út-
mála Guðs eih'fa förðurkærleika,
sem vakir yfir okkur öllum af slíkri
umhyggju, að ekki fellur einn
spörr til jarðar án vilja hans og
jafnvel hárin á höfði okkar eru öll
talin.
Við skulum stöðugt muna eftir
og aldrei gleyma þessum kærleika
sem stendur okkur öllum til boða.
— Opnum - í trúnni, - sálir okkar
fyrir ylgeislum hans, - og leyfum
þeim að hrekja á brott þaðan allt
það, sem óhreint er, lágt og lítil-
mótlegt, - og vinna þar sitt lífsins
kraftaverk.
En, - við megum ekki nema
staðar við okkur sjálf, - og það
sem að okkur snýr. - ,,Kærleikur
Krists knýr oss“, segir postulinn
Páll, Og í niðurlagi guðspjallsins
okkar segir Jesús: ,,Þetta býð ég
yður, að þér elskið hver annan".
Jesús ætlast til þess, að við séum
vottar hans, - kyndilberar kær-
leika hans, - þess kærleika, sem
hann birti á jörð, - í okkar daglega
lífi. - Vel má vera, að okkur finnist
sjálfum, að við séum harla lítt fær-
og lélega í stakk búin til þess að
gegna því veglega og volduga hlut-
verki. - Segja má að sh'kar hugsan-
ir séu eðlilegar, - mannlega talað.
En það er algjör óþarfi að ljá þeim
nokkurt rúm eða láta þær hindra
sig á einn eða annan hátt. Því það
munum við fljótt reyna að þegar
okkur finnst sjálfum við vera hvað
óhæfust til þess að láta kærleiks-
geislana skína, - þá eru e.t.v. ein-
mitt hvað mestar líkurnar á því, að
við fáum einhverju góðu, - ein-
hverju jákvæðu til vegar komið -
Hinir auðmjúku, - þeir sem eru að
eigin áliti vanmegna og smáir, - en
að dómi Drottins sjálfs, - öllum
öðrum hæfari til þess að inna af
hendi þá þjónustu í þágu kærleik-
ans, sem hann kallar okkur til,
hvert og eitt. - Það er nefnilega svo
mikil hætta á því, ef við förum að
reikna með eigin verðleikum - og
Fl IJAR AI: I;J( )RI
Sérhver flaska af lýsi inniheldur heilmikið af A, D og E fjörefnum fyrir
unga sem gamla.
Lýsi styrkir vöxt tanna og beina, hefur góð áhrif á sjónina og byggir
upp viðnám gegn ýmsum kvillum, s.s kvefi.
í lýsi er líka fullt af fjölómettuðum fitusýrum, sem taldar eru veita vörn
gegn kransæðasjúkdómum.
Nú fæst líka mint- og ávaxtalýsi, fyrir þá sem vilja breyta til.
LÝSI LYSI LYSl
Kaktnnnsað
þöRSKADSI
UmiÍKiafta ki.iníSn's m«mimtnðar
kaldhreinsað
ÞORSKAÖSI
waRaicAiYsi
í lýsi er kraftur, sem kemur sér vel.
290-FAXI