Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 90

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 90
VERTU ALLTAF GÓÐUR FRAMHALD AF BLS. 206 sem þarna var aö verki. Og þannig er það alltaf, þegar kærleikurinn er með í för og vísar veginn. Þá verð- ur allt svo miklu léttara og ljúfara, bjartara og betra - þótt aðeins séu mannleg sjónarmið höfð í huga. Og þetta gildir ekki síður á vett- vangi hins trúarlega þáttar í lífi okkar. Pví að ekkert getur gefið okkur eins mikinn þrótt - og bjart- sýni og úthald ; eins og vitundin, eins og vissan um það að Jesús er með í förinni, - veitandi hverjum þeim, sem til hans kemur í auð- mýkt - og einlægri trú, - blessun sína. Sú ,,blída Jesú mynci" þarf að vera lifandi í sérhverju hjarta. Hana þurfum við sífellt að vera að taka upp - og virða hana fyrir okk- ur aftur og aftur, - eins og móðirin unga gerði með myndina af elsk- aða drengnum sínum. í fermingar- ræðunum, sem ég flutti vorið 1953, - talaði ég um það, að framtíðar- vegurinn væri mistri hulinn, fram- tíðin óviss og óörugg, - án traustr- ar og öruggrar vegsagnar. Þannig var það þá, - og svo er það enn þrjátíu árum síðar. í fermingunni benti ég á Frelsarann, Jesúm Krist, sem hinn eina örugga og óbrigðula leiðbeinanda á lífsins og gæfunnar vegi. Hann hefir ekki brugðist. - Og hvað er þá dásamlegra en að eiga myndina af honum lifandi í hjarta sér, - honum, sem er kær- leikur Guðs til okkar kominn. Sá kærleikur varpar helgri himinbirtu á vegferðina hér í tímans heimi - og lýsir út yfir öll jarðnesk myrkur. Sjálfur hlaut hann að ganga í gegn- um margs konar þrautir og erfið- leika, meðan hann dvaldist á þess- ari jörð. Og lífi sínu lauk hann á kvalakrossi, saklaus - fyrir synd- uga menn. En alltaf hafði hann fyrir sjónum sér hina fegurstu mynd, - þreyttist aldrei á að út- mála Guðs eih'fa förðurkærleika, sem vakir yfir okkur öllum af slíkri umhyggju, að ekki fellur einn spörr til jarðar án vilja hans og jafnvel hárin á höfði okkar eru öll talin. Við skulum stöðugt muna eftir og aldrei gleyma þessum kærleika sem stendur okkur öllum til boða. — Opnum - í trúnni, - sálir okkar fyrir ylgeislum hans, - og leyfum þeim að hrekja á brott þaðan allt það, sem óhreint er, lágt og lítil- mótlegt, - og vinna þar sitt lífsins kraftaverk. En, - við megum ekki nema staðar við okkur sjálf, - og það sem að okkur snýr. - ,,Kærleikur Krists knýr oss“, segir postulinn Páll, Og í niðurlagi guðspjallsins okkar segir Jesús: ,,Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan". Jesús ætlast til þess, að við séum vottar hans, - kyndilberar kær- leika hans, - þess kærleika, sem hann birti á jörð, - í okkar daglega lífi. - Vel má vera, að okkur finnist sjálfum, að við séum harla lítt fær- og lélega í stakk búin til þess að gegna því veglega og volduga hlut- verki. - Segja má að sh'kar hugsan- ir séu eðlilegar, - mannlega talað. En það er algjör óþarfi að ljá þeim nokkurt rúm eða láta þær hindra sig á einn eða annan hátt. Því það munum við fljótt reyna að þegar okkur finnst sjálfum við vera hvað óhæfust til þess að láta kærleiks- geislana skína, - þá eru e.t.v. ein- mitt hvað mestar líkurnar á því, að við fáum einhverju góðu, - ein- hverju jákvæðu til vegar komið - Hinir auðmjúku, - þeir sem eru að eigin áliti vanmegna og smáir, - en að dómi Drottins sjálfs, - öllum öðrum hæfari til þess að inna af hendi þá þjónustu í þágu kærleik- ans, sem hann kallar okkur til, hvert og eitt. - Það er nefnilega svo mikil hætta á því, ef við förum að reikna með eigin verðleikum - og Fl IJAR AI: I;J( )RI Sérhver flaska af lýsi inniheldur heilmikið af A, D og E fjörefnum fyrir unga sem gamla. Lýsi styrkir vöxt tanna og beina, hefur góð áhrif á sjónina og byggir upp viðnám gegn ýmsum kvillum, s.s kvefi. í lýsi er líka fullt af fjölómettuðum fitusýrum, sem taldar eru veita vörn gegn kransæðasjúkdómum. Nú fæst líka mint- og ávaxtalýsi, fyrir þá sem vilja breyta til. LÝSI LYSI LYSl Kaktnnnsað þöRSKADSI UmiÍKiafta ki.iníSn's m«mimtnðar kaldhreinsað ÞORSKAÖSI waRaicAiYsi í lýsi er kraftur, sem kemur sér vel. 290-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.