Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 55

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 55
Eyjólfur Guðjónsson. inu. Kom þá í ljós, aö Sterling hafði bjargað allri bátshöfn Eyvindar og tekið bátinn upp á þilfar. Minnist ég þess alltaf hvílíkur fögnuður varð heima hjá mömmu, og að sjálfsögðu hjá öllum að- standendum þessara manna, þeg- ar þetta fréttist. Einn skipverja Eyvindar Berg- manns í þessum róðri er enn á lífi. Er það Eyjólfur Guðjónsson, sem kenndur er við Stuðlaberg í Kefla- vík. Ég náði tali af Eyjólfi og bað hann nú að segja mér nánar frá þessum atburði. Hann segir svo frá: Ég réri með Eyvindi Bergmann þetta haust. Pað var talsverð ýsu- gengd hér í flóanum og hafði verið undanfarin haust. Nokkrir bátar stunduðu þessar veiðar. Ég man eftir þessum formönnum, sem gerðu þá út á veiðamar: Stefán Bergmann, Sigurður Gunnarsson, Helgi Jensson, Sigurður Erlends- son og Eyvindur Bergmann. Eyvindur kallaði skipverja sína kl. 2 um nóttina. Þá var blæjalogn á jörðu, en rok í lofti, tungl óð í skýjum. Þegar ég gekk fram hjá Miðpakkhúsinu, á leið til skips, þá stóðu þar nokkrir formenn, þeir voru að ,,bræða hann“, eins og það var kallað, þeir litu til lofts og skoðuðu skýjafarið. Þeir sáu að mikið far var fyrir tunglið, af suð- vestri, og þeim leist ekki a sjóveðr- ið á næstunni, enda var hann ekki álitlegur til loftsins þessa nótt. En það var ekki venja Eyvindar að líta til lofts og spá í skýin. ,,Hann Eyvindur lítur aldrei til lofts," var haft eftir Stefáni bróður hans. Annars var Eyvindur ágætlega gef- inn, en hann var sérstæður nokkuð og fór sínar slóðir. - Og svo mun Eyvindur-, ef til vill, hafa hugsað eitthvað líkt og skáldið lagði ís- landsvininumforðumímunn: ,,Ég sigli ei skýin, ég sigli sjá.“ Við rérum nú út í Garðsjó og lögðum línuna. En skömmu síðar fór að kula af austri, en brátt sner- ist vindur til suðurs og ákvað Eyvindur þá að fara að draga lín- una. Þegar við höfðum dregið 2 bjóð þá slitnaði línan. Var þá orð- ið það hvasst, að ekki var viðlit að draga í næsta ból. Við vorum innarlega í Garð- sjónum. Var nú reynt að halda bátnum upp í vindinn, andæfa, sem kallað var, og var það gert þar til skipið kom. Til lands var ekki viðlit að draga. Pegar Sterling kom að okkur, fór skipið fram hjá okkur án þess að stansa eða draga úrferðinni. En litlu síðar sneri skipið við og vorum við þá teknir upp í skipið. Síðan var báturinn tekinn upp á þilfar. Skýringin á því, að skipið fór fram hjá okkur í fyrstu, var sú, að skipstjórinn hélt, að við mundum af sjálfsdáðum bjarga okkur til Keflavíkur, en við nánari athugun ákvað hann að snúa við og taka okkur. Pegar skipið var lagst á höfnina í Keflavík, vorum við sóttir um borð, en báturinn varð eftir þar til lygndi um nóttina og skipið fór og hélt för sinni áfram, en það var í strandferð í kringum landið. Það hafði snúið við vegna veðurs er það var komið að Reykjanesi. Guðleifur Guðnason. Skipstjóri á Sterling var þá Einar Stefánsson. Ég réri áfram með Eyvindi til áramóta eða þar til vetrarvertíð byrjaði, en þá vertíð var ég við Sæfarann. Þannig lauk farsællega þessum sérstæða óveðursdegi, að mönn- unum, sem um morguninn voru taldir af, var bjargað og voru nú heilir í höfn. - Var það tilviljun ein? Þessum degi gleymi ég aldrei. Ragnar Guðleifsson. GLEÐILEG JÓL! GOTT OG FARSÆLT Þökkum viöskiptin á liðna árinu. VERSLUNARBANKI ÍSLANDS Keflavík FAXI-255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.