Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 87

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 87
ENGLARYK Fensýklidin gengur undir inörg- um nöfnun en algengast er engla- ryk (angel-dust). Aöferð eitur- lyfjasjúklinga er að úða efninu á marijuana sígarettur og reykja þær síðan. Pessar sígarettur eru kallað ,,superweed“. Litlir skammtar af fensýklidini valda dofa í tám og fingrum. í svæfandi skömmtum fer neytandinn inn í sinn eiginn heim, veit ekki af neinum í kringum sig. Eitrunaráhrif efnisins geta varað lengi, þó að helmingunartími þess sé talinn aðeins nálægt tveimur klukkutímum. í stórum skömmt- um veldur efnið krampa og dá- svefni. Fólk undir áhrifum efnisins hefur skert minni og tímaskyn. Sumir neytendanna missa alveg málið eða eiga erfitt með að tala. Efnið er einn skæðasti geðveikis- valdur sem menn þekkja. Algeng- ar dánarorsakir eru morð eða sjálfsmorð. ÓPÍUM, MORFÍN OG HEROIN Talið er að ópíumfíkn sé elsta böl mannkynsins. Úr ópíum sem er þurrkaður safi úr aldini tókst að framleiða hreint morfín árið 1803. Eitt fyrsta morfínafbrigðið hlaut nafnið heroin. Fráhvarfseinkenni eftir morfín eru margs konar, bæði andleg og líkamleg, og valda sárum þján- ingum, líkamlegum slappleika, óstöðugu göngulagi, taltruflunum, svitakófi, kuldahrolli, hnerrum, uppköstum, magaverkjum, niður- gangi, skjálfta, kláða og e.t.v. hjartaóþægindum. Oll þessi óþæg- indi hverfa á fáeinum mínútum eftir nýja morfín gjöf. KÓKAÍN Kókaín er algengt ólöglegt efni, hefur þó lítið frést af því hérlendis. Kókaín er oft tekið í nefið í duft- formi. Langvarandi misnotkun kókaíns getur valdið geðveikiein- kennum. Dæmi eru um að kókaín hafi valdi verulegu heilsutjóni og dauðsföllum. AMFETAMÍN OG SKYLDLYF Amfetamín flokkast undir örv- andi lyf og er eitt af þeim víðfræg- ustu. Þessi lyf verka almennt örv- andi gegn þreytu og syfju, hækka blóðþrýsting og draga úr matar- lyst. Avanahætta af þessum efnum er mjög mikil vegna þess hve þol líkamans eykst og kallar á meira. Akveðin sjúkdómseinkenni eru kvíði, spenna, tortryggni, tillits- leysi, bræði og loks síðast en ekki síst alvarleg geðveiki. Efnin voru í fyrstu aðeins tekin Þuríður Árnadóttir. inn í töfluformi, en það breyttist er neytendur fóru að leysa efnið upp og sprautaíæð. LÍFRÆN LEYSIEFNI - SNIFF Lífræn leysiefni eru rokgjamir vökvar og lofttegundir sem hafa margþætt notagildi. Okkar iðn- vædda samfélag er meira og minna háð notkun þessara efna og því geta margar starfsstéttir orðið fyrir mengun leysiefna, sem dæmi má nefna, málara, dúklagningar- menn, fólk á rannsóknarstofum og svo þeir sem vinna við plastiðnað. Við munum um langan aldur verða neydd til að nota og um- gangast þessi efni, sökum mikils notagildis. Því miður hefur verið mikið um misnotkun þessara efna, þó sérstaklega hjá skólafólki, sök- um þess hve ódýrt það er að kom- ast í vímu, með því að anda þeim að sér (sniffa). Áhrifum lífrænna leysiefna á miðtaugakerfið má skipta í tvennt, annars vegar í bráð einkenni og hins vegar í síðkomin einkenni. Síðkomin eitrunarein- kenni geta komið fram hjá þeim sem vistast á stöðum þar sem and- rúmsloftið er mengað lífrænum leysiefnum. Bráð eitrun af leysiefnum hefur það í för með sér að viðkomandi kemst í vímuástand og finnur fyrir svipuðum einkennum og við áfengisneyslu. Bráð eitrunarein- kenni er hægt að framkalla á nokkrum mínútum og þau vara í 15 - 30 mínútum í senn. TÓBAK í tóbaki er m jög sterkt og hættu- legt eitur, sem nefnist nikótín. Það sést glöggt, hversu áhrifamiklar eiturverkanir tóbaks eru á því, að flestir, sem reykja í fyrsta sinn, svo að nokkru nemi, fá svima magn- leysi, höfuðverk og uppköst. Þetta er tóbakseitrun sem varir fremur stuttan tíma. Líklegt væri, að eng- an fýsti að reykja í annað sinn, en allt of margir halda áfram og ven ja sig á tóbaksnotkun. Líkaminn venst tóbakseitrinu, og flesta fer að langa í það og líður illa án þess. Mjög er því hætt við, að notkun tóbaks fari vaxandi og verði svo mikil, að tjón hljótist af. Tóbakseitrið verkar á tauga- kerfið, hjarta og æðar. Það er al- gengt, að þeir sem nota mikið tó- bak, fái langvinna tóbakseitrun. Þeir verða skapstyggir, mislyndir, þjást oft af höfuðverk og svefn- leysi. Sumir fá meltingartruflanir. Tóbakseitrun fylgir oft sjóndepra, og litarháttur verður ljótur. Mjög margir læknar telja nú sannað, að reykingar eigi veruleg- an þátt í, að lungnakrabbi fer ört vaxandi. Eina ráðið fyrir þann, sem þjáist af tóbakseitrun, er að hætta notk- un þess. En það er ekki alltaf auð- velt, þegar líkaminn er á annað borð orðinn vanur eitri tóbaksins. Oruggast er því að venja sig aldrei á notkun tóbaks. ÁFENGI Áfengi er vökvi sem framleiða má við gerjun á sykri og ýmsum sykurtegundum. Hluti af sykrin- um breytist þá í áfengi. Áfengi er sterkt eitur. Hráefni til framleiðslu á áfengi, eru t.d. vínber, ýmsar korntegundir, kartöflur og sykur. Þannig fæst algengasta tegund þess áfengis, sem framleidd er, etyl- vínandi (C2H5OH). HÆTTULEGT ÁFENGI. Tré- spíritus (methylalkohol) er mjög líkt vanalegu áfengi og stundum notað til þess að drýgja það af mönnum sem eru fáfróðir og óprúttnir. Áhrifin af tréspíritusi eru svipuð og af ethyl-alkohóli en munurinn á afleiðingunum er mikill. Tré- spíritusinn getur ekki brunnið og safnast því fyrir í Iíkamanum og því meira, sem meira er drukkið. Eftir ca. 12 - 14 klukkustundir fara neytendurnir að fá höfuðverk sem er hættulegri en vanalegir timbur- menn, sjónin fer að dofna. Loks verða þeir alveg blindir og deyja venjulega innan eins til tveggja sólarhringa. Áfengi er mismunandi sterk blanda af vínanda. í öli er áfengismagn 2 - 8%. í veikum vínum er áfengismagn 8-15%. í sterkum vínum er áfengismagn 15-20%. í sterkum drykkjum er áfengis- magn allt að 60%. í könnun sem var gerð árið 1979 kom í ljós að færri konur neyttu áfengis en karlar og þær konur sem neyttu áfengis drukku sjaldnar áfengi og minna magn en karlarn- ir. Þær höfðu einnig færri einkenni sem bentu til misnotkunar. Einnig kom í ljós að neysla sterkra drykkja hafði minnkað en neysla léttra vína og bjórs aukist. Tíðni áfengisneyslu hafði aukist. ÁHRIF VÍNANDA Þegar áfengis er neytt, berst vín- andinn með blóðinu um líkamann og veldur Iömun á taugakerfinu. Hegðun og framkoma neytenda breytist, þeir verða fyrst fjörugir, málgefnir og lifandi en eftir því sem meira er drukkið verður löm- unin á miðtaugakerfinu meiri og þeir verða óstyrkir, loðmæltir og dómgreindin sljóvgast. Neytand- inn getur fest trúnað á margt, sem honum mundi blöskra ef hugsun hans væri skýr. Þess vegna er áfengi oft notað til þess að auð- velda klæk jabrögð alls konar og er þá þeim, sem pretta á, veitt óspart sterkt áfengi svo sem líkjör eða koníak sem er 40 - 60% af hrein- um vínanda. Mjög oft endar áfengisneysla með svo mikilli löm- un á miðtaugakerfið að menn verða ósjálfbjarga. Er þá mjög algent að menn verða fyrir slysum eða bíða bana. LOKAORÐ Eins og að framan segir, eru öll vímuefni, þ.e. kannabisefni, áfengi og tóbak, ávanalyf eða með öðrum orðum - fíkniefni -. Því miður er neysla þessarra efna nokkuð stöðug hér á landi og fer vaxandi og þá í þeim mæli, að sí- fellt yngri einstaklingar ánetjast þeim. Er það sárgrætilegt að sjá börn, jafnvel 10 - 11 ára gömul ósjálfbjarga sökum vímugjafa- neyslu. Má ef til vill hér um kenna vanræktri eða ómarkvissri fræðslu um þesi mál á bamaskóiastigi. í þessum málum má segja, að ekk- ert það sé til, sem heitir meðal- neysla eða neysla í hófi, heldur það að byrja aldrei. Aldrei fyrsti sop- inn. Aldrei fyrsti reykurinn. Aldrei fyrsta eiturtaflan. Aldrei fyrsta eitursprautan. Sannur íþróttamaður og þeir aðrir sem láta sér annt um heilsu sína, neyta aldrei áfengis eða ann- arra vímugjafa. Ætla ég nú lesandi góður, að þú sért að nokkm vísari um illa eigin- leika ávana og fíkniefna. Heimildaskrá: „Bókin um manninn". Útgáfuár 1946. „Heilsufræði". Pálmi Jósefsson. Heilbrigðisskýrslur landlæknisemb- ættisins. Efni til hópverkefna frá áfengisvarna- ráði. FAXI-287
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.