Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 12

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 12
Guðni Magnússon. Iðnaðar- mannatal Suðumesja komið út Út er komið á vegum Iðunnar Iðnaðarmannatal Suðumesja, mikið rit sem Guðni Magnússon hefur tekið saman. Iðnaðar- mannafélag Suðurnesja stóð fyr- ir því að láta skrá ritið og átti þáverandi formaður félagsins, Eyþór Þórðarson, frumkvæði að verkinu árið 1970. Hann varð síðan formaður nefndar sem kjörin var til að hrinda því af stað. Guðni Magnússon var fenginn til að annast söfhun og skráningu æviskráa allra iðnað- armanna á Suðumesjum sem hægt væri að afla upplýsinga um, hvaða iðngrein sem þeir stunda eða hafa stundað. Sérgreinafé- lögin á Suðurnesjum hafa öll tek- ið þátt í gerð verksins, Iðnsveina- félagið, Meistarafélag bygginga- manna, Múrarafélag Suður- nesja, Múrarameistarfélagið, Rafiðnaðarfélagið og Raíverk- takafélagið. - Söfnun æviskráa stóð til áramóta 1979-80, en út- gáfa ritsins hefur af ýmsum ástæðum dregist. Bókarauki í ritinu eru þættir eftir Eyþór Þórðarson og Andrés Kristjánsson. Fjallar grein Ey- þórs um iðnir og handíðir á liði- nni tíð á Suðumesjum, en Andrés rekur starfssögu Iðnað- armannafélags Suðumesja, sem áður hét Iðnaðarmannafélag Keflavíkur og verður fimmtíu ára á næsta ári. Loks eru í ritinu upp- lýsingar um sérgreinafélög iðn- aðarmanna á þessu svæði. Myndir eru birtar af öllum iðn- aðarmönnum, að fimm undan- skildum, og í bókarauka er fjöldi mynda. Flestar myndir í verkinu hefur Heimir Stígsson ljós- myndari í Keflavík tekið. Iðnaðarmannatal Suðumesja er sérstætt í hópi stéttatala sem út hafa komið á landi hér. Aldrei hafa fjölmennri og marggreindri starfsstétt í einum landshluta ver- ið gerð slík skil. Að þessu víkur Guðni Magnússon í formála. Hann segir: ,,Bókin er ekki bundin við eina iðngrein, svo sem húsasmíði, rafvirkjun o.s.frv. Hinsvegarerhúnbundin við afmarkað svæði, þ.e. Reykjanesskaga sunnan Hafnar- fjarðar. En menn koma og fara og verður því oft álitamál hvort taka á með þennan eða hinn sem skamman tíma hefur dvalið á svæðinu.... En það ervon okkar sem að þessu höfum unnið að ...bókin verði allgott heimildar- rit fyrir seinni tímann og til ein- hvers fróðleiks og ánægju fyrir þá sem hana eignast. Iönaðarmannatal Suðurnesja er hátt í 600 blaðsíðna bók. Er þar að finna æviágrip 950 manna og auk þess skrá yfir 200 nema í iðngreinum um áramótin 1979 - 1980. Bókin er prentuð og bund- in hjá Prentsmiðjunni Odda hf. F.h. Iðunnar Gunnar Stcfánsson. Helgi í essinu sínu, þá sólbjörtu sólarhringa. A ferðalögum okkar, utanlands sem innan, miðlaði Helgi af þekk- ingu sinni og fórnfýsi - hvort held- ur sem fararstjóri, yfirbryti eða óbreyttur. Enda rómuðu þeir, er reyndu. Maðurinn var líka svo bráðskemmtilegur. Nei, það leiddist engum í návist Helga S. Allmargir leikþættir liggja eftir Helga, svo og greinar í blöðum og tímaritum. Hann málaði einnig og eru myndir hans víða á veggjum. Heimilið sem Didda bjó fjöl- skyldunni, fallegt og hlýlegt, stóð ætíð opið. Fjölmörgum ráðum var þar ráðið á mestu umsvifaárum húsbóndans. Og glaðst með glöð- um. Geymdar eru minningar og órofa vinátta í þakklátum huga þess, er þetta ritar. Löng og oft þungbær sjúkdóms- ár eru liðin í aldanna skaut. En þá byrði bar Helgi ekki einn. Sú ham- ingja hlotnaðist honum að eignast þann lífsförunaut, sem í engu mátti vamm sitt vita. Og aldrei brást, þó að á móti blési. Astúðar- rík umönnun Diddu á erfiðum stundum manns síns, er aðdáunar- og þakkarverð. Við greinarlok í minningu Helga S. Jónssonar, verður mér gengið að glugga undir skemmstum sólar- gangi. Myrkur himinninn grúfir yfir. En sem ég rýni dýpra í hvolfið, blikar mér stjarna stök. Síðan er einsog tendrist stjarna af stjörnu, lýsandi vörður leiðina upp - og áleiðis út í ómælið. Góða ferð, gamli vinur. Kristinn Reyr. NJARÐVÍK Útsvar - aðstöðug jald 5. og síðasti gjalddagi útsvars og aðstöðugjalda 1983 var 1. desember. Ath.: Eindagi vegna 5. greiðslu útsvars og aðstöðu- gjalda er 30. desember 1983. Bæjarsjóður - Innheimtan 212-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.