Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 74

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 74
MINNING ÓLAFUR H. ÞÓRARINSSON Fæddur 23. október 1923 — Dáinn 22. september 1983 Þann 22. september sl. lést á Hrafnistu í Hafnarfirði Ólafur Helgi Þórarinsson loftskeyta- maður. Hann var fæddur á Bfldudal 23. október 1923. For- eldrar hans voru Þórarinn Ólafs- son húsasmiður og fyrri kona hans Guðrún Kristjánsdóttir. Ólafur missti móður sína aðeins þriggja ára gamall og ólst upp hjá móðurafa sínum og ömmu á Bfldudal fram að fermingu. Þór- arinn fluttist til Keflavíkur 1930 og varð fljótt einn fremsti bygg- ingameistari staðarins. Eitt fyrsta verk hans var að byggja ,,Klampenborg“, sem lengi var stærsta hús í Keflavík. Nokkrum árum síðar fékk Þórarinn yngri son sinn, Sæmund, hingað suður, og urðum við góðir félagar, enda grannar. Þegar Ólafur bættist í hópinn tókst fljótlega með okkur vinátta sem aldrei rofnaði, þótt lengst af færum við sína leiðina hvor. Þórarinn kvæntist aftur og eignaðist eina dóttur, Guðrúnu sem býr að Langholti 7 í Kefla- vík, gift Braga Pálssyni. Á góð- um stundum taldi Þórarinn mig gjarnan einn af strákunum sínum og alla tíð hef ég notið þess að tengjast þessu heiðursfólki vin- áttuböndum. Nafni minn, en svo ávörpuðum við hvor annan alla tíð, var seintekinn og ekki allra. Við fyrstu kynni gat hann virst hrjúfur. Hann var lengst af ör- geðja, en fljótur til sátta. Hjálp- fús og greiðvikinn með eindæm- um og vildi engin orð né þakklæti heyra, svo sjálfsagt taldi hann slíkt. Leiðir okkar nafna skildu fljótt, hann fór í Flensborgar- skólann en ég á togara, alltaf hittumst við þó annað slagið. Ólafur vann ýmis störf og var m.a. á bátum hér frá Keflavík. Hann fór síðan í Loftskeytaskól- ann og útskrifaðist þaðan 1946. Leiðir okkar lágu saman á ný þegar farið var að sækja nýsköp- unartogarann Keflvíking í mars 1948, til Aberdeen. Hann fór að vísu á undan öðrum út til þess að vera á námskeiði í meðferð radartækja, sem þá voru nýjung í fiskiskipum. Keflavíkingur var einn fárra nýsköpunartogara sem radar var settur í strax. Næstu ár vorum við saman á Keflvíkingi. Nafni hlaut fljótt mikla viðurkenningu í þessu nýja starfí sínu. Hann las sér að fullu gagni tæknimál sem varðaði þessi tæki og fylgdist með örri þróun þeirra og var óþreytandi í að viða að sér hvers konar fróðleik um þau. Fljótlega var hann orðinn allsherjar leiðbeinandi um við- gerðir radara og dýptarmæla og var oft langtímum saman í tal- stöðinni að segja öðrum loft- skeytamönnum til um viðgerðir, þegar eitthvað bilaði hjá þeim. Árið 1949 hafði Radíóverkstæði Landssímans áskotnast notað lorantæki, lítt þekktu menn þar þetta undratól. Þegar þetta var, hafði nafni lesið sér til um þessa nýjung og það varð til ráða að setja tækið í Keflvíking og láta hann reyna við það. Ekkert ís- lenskt skip hafði lóran fyrr en löngu síðar. Þetta var heilmikið ,,koffort“ sem tók hálft kortaborðið, skipstjóranum til mikillar hrellingar. Ekki reyndist tækið í lagi í fyrstu, Ólafur var því fyrstu túrana upptekinn í að rífa það í sundur og lagfæra, auk þess sem útvega varð varahluti. Um síðir komst það í lag og stuttu seinna sannaði galdratækið ágæti sitt. Við vorum að veiðum við svonefnt ,,Þórsmið“ langt úti fyrir Austurlandi. Þetta er lítill hóll sem með þeirra tíma tækjum var vandhitt á. Bauja hafði verið sett á hólinn, en þá gerist það að á meðan legið var í aðgerð hvarf baujan og eitthvað rugluðust menn í að hitta á hólinn aftur. Nafni kvað þá uppúr með að ekkert mál væri að finna hólinn aftur með aðstoð ,,koffortsins“. Með hálfum huga féllst skipstjóri á að sigla að tilsögn nafna, og mikil varð undrun hans þegar siglt var beint á hólinn. En ekk- ert vildi hann treysta tækinu og ný bauja var sett út. Nafni hlaut af þessu mikla viðurkenningu allra áhafnarmeðlima jafnvel skipstjórans, fýrir galdra sína. Árið 1951 varð Ólafur stöðvar- stjóri á Loranstöðinni á Reynis- fjalli, þar hafði þá gengið á ýmsu, en eftir að hann tók við voru öll vndamál úr sögunni. í Vík undi hann hag sínum vel, hann kynnt- ist þar góðu fólki og fékk mikinn áhuga á stórbrotnu landinu og fjölbreyttri náttúrunni þar í nánd. Þetta starf gaf honum einnig góðan tíma til lestrar, en hann var mikill lestrarhestur alla tíð. Þegar ákveðið var að reisa stóra nýtísku lóranstöð að Gufu- skálum á Snæfellsnesi kom eng- inn íslendingur til greina sem stöðvarstjóri nema Ólafur. Þá fór hann ásamt fleiri væntanleg- um starfsmönnum til Bandaríkj- anna til þess að læra meðferð þessara nýju tækja. Þekking Ólafs og kunnátta kom mönnum þar á óvart og undruðust þeir mjög hvernig hann hefði komist yfir allan þann fróðleik. Ólafur fluttist með fjölskyldu sína að Gufuskálum 1962 og var þar stöðvarstjóri, allt þar til hann varð fyrir áfalli árið 1973, heila- blæðingu sem leiddi til þess að hann lamaðist mikið, en hélt þó fullri andlegri heilsu. Honum gekk illa að sætta sig við tilveruna fyrstu árin eftir áfallið, að þurfa hjálp til nánast alls, átti ekki við hans skap. Meðan hann átti erf- iðast reyndist Guðrún systir hans honum mikil stoð. Um síðir náði Ólafur þó nokkrum bata, fór að komast um og bjarga sér án hjálpar. Síðustu árin var hann á Hrafnistu í Hafnarfirði og þar kunni hann vel við sig. Fullu jafnvægi og ró náði hann svo fljótt eftir að Inga dóttir hans kom heim, en hún hafði dvalist í Sviss um árabil. Ekki spillti að Inga hafði með sér eiginmann, Christian, sem vann hug nafna nánast við fyrstu sýn. Enda reyndist hann honum frábærlega það sem eftir var. Ólafur var kvæntur Sigurlaugu Magnús- dóttur, hún lést árið 1971. Böm þeirra þrjú eru: Þórarinn, sím- virki og umsjónarmaður Lands- símans á Norðurlandi-eystra, bú- settur á Húsavík. Magnús, stýri- maður, hefur mest verið á er- lendum skipum og Inga Hafdís, snyrtifræðingur, sem býr í Reykjavík. Ólafur var hæglátur og hlé- drægur, lét lítið á sér bera. Hann var þó leiðandi á sínu sviði á tækniöld og það svo, að líklega hefði forsjá lóranstöðvarinnar á Gufuskálum ekki fallið í hlut ís- lendings, ef ekki hefði tilkomið sérstæð sjálfsmenntun hans. Nafni minn vissi vel hvert stefndi varðandi sjúkdóm hans og beið því æðrulaus þess er koma skyldi, sem hann bjóst við fyrr en seinna. Eg kveð hann með innilegu þakklæti fyrir ævilanga tryggð og vináttu. Ólafur Bjömsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.