Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 31
ámað heilla... ámað heilla... ámað heilla... ámað heilla... ámað
Einar Sveinsson og Helga Þorbjörnsdóltir.
Börn þeirra, talið frá vinstri: Þorbjörn, Hulda, Ester, Einarína, Asta, Rósa og
Guðrún.
Einar Sveinsson
90 ára
Pá áfanga er einum náð
um er litast, rabbað
það ókomna þar í er spáð
upp svo staðið, labbað.
Ess E.
Tímamót á lífsleiðinni valda því
að við er staldrað, hugsað til baka
litið yfir farinn veg og liðna tíð, og
er margt sem minnst er, efleiðin er
orðin löng og tengsl vináttu og virð-
ingar traust.
Fátœkleg orð fá ekki lýst nema
lítillega því, sem í huganum býr og
þarf því eins mikið að virða viljann
sem verkið.
Við tímamót á minni lífsleið,
fyrir hálfum fjórða áratug varð ég
þess ómetanlega láns aðnjótandi,
að leiðir okkar Einars Sveinssonar
tengdust, og hafa legið samhliða
síðan, mér til mikillar og óbland-
innar ánœgju.
Þann 14. október 1893 leit Einar
fyrst dagsins Ijós í Gjáhúsum í
Grindavík, ogsegir mér svo hugur,
að hann hafi grátið hraustlega við
móðurbarm, foreldrum og systr-
unum fjórum til ósegjanlegrar
ánægju, systrunum þá líka við að
eignast góðan bróður. En Einar
hlaut í vöggugjöf hraustan líkama
ásamt heilbrigðri og hraustri sál,
sem ekkifer fram hjá neinum þeim
sem sér til ferða þessa sporlétta og
hressa heiðursmanns, jxitt œviárin
séu nú orðin 90 þá er andinn mikl-
um mun yngri.
Einar sleit sínum barnsskóm í
Grindavík við leik ogstörf eins og
þá gekk og gerðist, en 12 ára, árið
1905, fluttist hann með fjölskyld-
Einar Sveinsson handleikur vœnan
þorsk, en það hefur honum farist vel úr
hendi wn œfina.
unni til Keflavíkur, þar sem faðir
hans, Sveinn Einarsson, hafði ráð-
ist til starfa hjá Duusverslun, og
leið þá ekki á löngu þar til Einarfór
að vinna á sama stað og vann sér
strax virðingu yfirboðara sinna,
sem trúr og traustur starfsmaður,
og sést það best á því að á þessum
stað starfaði hann óslitið þar til
1948, þrátt fyrir jxið að nokkrum
sinnum á tímabilinu hafðiskipt um
eigendur. Þegar hér var komið
sögu varð hann að hætta vegna
þess að lungun þoldu ekki lengur
rakann og hráslagann sem fylgdi ís-
og frystihúsunum. Hann vann fxí
örfáar vikur hjá verktakafyrirtœki
á vellinum, en undi jxir ekki vegna
þess að þar var enginnfiskur.
En þá kom hann sér upp saltfisk-
verkun hér við Hafnargötuna, sem
hann starfrœkti til ársins 1975 við
þann orðstí, sem hans samvisku-
semi og elja skópu, af því að þar,
sem hvar annars staðar sátu þeir
kostir Einars í fyrirrúmi.
Um langt skeið má segja að hann
hafi verið, lóðaskrá og lóðaskrár-
ritari byggðarlagsins, því ef ekki
var á hreinu hvar lóðir skiptust, jxi
var hann kallaður til að skera úr
um og var hans úrskurður ekki vé-
fengdur.
Einar myndar sér skoðanir á
mönnum og málefnum, án flaust-
urs og heldur þeim, þó að hann
flíki þeim ekki hvar sem er. Aldrei
hefur hann þurft að leita vinfengis
manna, það hefur bara komið
svona af sjálfu sér vegna hlýlegs
viðmóts og látlauss, og er jxi sama
hvar ísveit menn eru settir.
Einar, mér blandast ekki hugur
um að allur sá stóri hópur manna
og kvenna, sem byrjuðu störfundir
þinni handleiðslu, hvort sem það
voru unglingar úr nœsta nágrenni
eða aðflutt fólk til lengri eða
skemmri dvalar hér, árna þérsam-
róma heilla á þessu þínu merkis-
afmœli, og líka allir þeir sjómenn,
langt aðkomnir eða skammt, sem
til þín leituðu á vertíðum með fyrir-
greiðslu af ýmsu tagi, og var þá
ekki í kot vísað.
Ekki verður skilið svo við þessi
fátœklegu orð að nefna ekki lífs-
förunaut Einars, en 1921 rugla þau
reitum sínum Jónína Helga Þor-
björnsdóttir, ættuð af Álftanesi, er
þau ganga í hjónaband. Helga, en
svo var hún daglega kölluð af fjöl-
skyldu sinni og vinum, vinum sem
ekki voru margir en hún var vönd í
því vali en vinföst og traust, hún
eins og bóndi hennar mótaði sér
skoðanir á mönnum og málefnum
og var þar föst fyrir.
Helgu og Einari fæddust 9 börn,
2 þeirra dóu ung, en 7 koma þau
vel til bjargálna á heimili, sem bar
vott um umhyggju og dugnað
beggja foreldranna. Eins og sagt er
um eplið að það falli ekki langt frá
eikinni, />á leynir jxtð sér ekki hjá
þessum mannvœnlegu börnum.
Nú þegar líður á langan og far-
sælan vinnudag, nýtur þessi sóma-
drengur umhyggju og návistar
barnanna sjö, barnabarnanna tutt-
ugu og jafn margra barnabarna-
barna.
Um leið og ég með þessum fá-
tæklegu orðum óska jxir alls þess
besta í framtíðinni, vil ég jxikka þér
fyrir allt jxið sem ég hef hlotið og
notið sem samferðamaður þinn frá
því að okkar leiðir lágu saman og
vona ég að enn eigi eftir að endast.
Og bið ég jrérguðs blessunar alla
þína ókomnu daga.
Sigurður Erlendsson.
Guðrún Matthías-
dóttir 90 ára
Það var mikið um dýrðir og há-
tíðarbragur á öllu þegar Guðrún
Matthíasdóttir hélt upp á 90 ára af-
mœli sitt í safnarðarheimilinu í
Itinri-Njarðvík hinn 6. októbersíð-
astliðinn. Um það bil 90 manns
voru saman komnir til að samgleðj-
ast afmælisbarninu á ftessum tíma-
mótum í lífi hennar.
Eg ætla mér ekki að fara að
skrifa um lífshlaup Guðrúnar, að-
eins með örfáum orðum að lýsa
aðdáun minni á þessari öldnu heið-
urskonu. Þó að árin séu orðin 90,
sem hún hefur lagt að baki, heldur
hún enn heimili ásamt tveimur
barna sinna að Hafnargötu 75.
Á hennar heimili hefur gestrisni
ávallt ráðið ríkjum og ánægðust er
hún þegar hún hefur sem flesta í
kringum sig, þó sérstaklega barna-
börnin og barnabarnabörnin.
Ég vil svo óska Guðrúnu til
hamingju með afmælið ogframtíð-
ina og vona að við megum um
langa framtíð njóta góðsemi henn-
ar og gestrisni.
Tengdadóttir.
Gudrún Matthíasdóttir.
Þess má til gamans geta að sama
afmœlisdag eiga tvö af barnabörn-
um Guðrúnar, jxið eru Gunnar
Eyjólfsson sem varð 21 árs og Jó-
hann Garðar Einarsson, en hann
varð 28 ára. Hann var jxí nýkom-
inn heim frá námi í Edinborg en
jxtr hafði hann varið doktorsrit-
gerð sína - eins og fram kemur
annars staðar í blaðinu.
JT.