Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 15

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 15
verðs. Við gleymum þessu sagði konan og ég heyrði að það var vorkunnar hljóð í röddinni. Ég er viss um að enginn maður hefir nokkru sinni skammast sín meir fyrir nokkurt verk en ég skammast mín fyrir þetta atferli. Ég var sneyptur eins og mest má verða. Ég tók mig út úr hópnum og reyndi að koma mér út án þess að þeir veittu mér athygli. Þegar ég var kominn út í bíl mundi ég eftir því að skórnir mínir voru inni en það voru þeir sem ég var að ná í þegar ósköpin dundu yfir. Eftir stutta stund komu hinir út og Gunnar var með skóna. Það var heppilegt fyrir mig því ég hefði heldur farið skólaus en að fara inn aftur og sækja þá. Þegar við vorum komnir á leið til Akureyrar sagði Gunnar mér að þeir hefðu farið að skoða brotin. Þá kom í ljós að ramminn og hyllan voru óskemmd. Aðeins glerið var brot- ið svo ástandið væri ekki eins ljótt eins og virtist við fyrstu sýn. Ég hét því með sjálfum mér, að láta ekki áfengið freista mín fram- ar. Og ég held að ég hafi staðið við það að mestu leyti. Nú get ég átt og geymt vín í skáp, án þess að mér detti í hug að snerta það, nema ef gestir koma, sem mig langar til að gleðja, en sjálfur læt ég það ósnert. Við gistum á Hótel Gull- fossi næstu nótt. Daginn eftir héld- um við með vélbát til Sigiufjarðar og þegar til Siglufjarðar kom, átti ég einn 50 kr. seðil, það var aleig- an. En það átti fleira eftir að angra mig áður en yfir lauk. ,,Sindri“, vélbáturinn sem við vorum síðast á, á reknetum, lá við bryggju inn undir bökkum, og fék ég leyfi hjá Antoni Arngrímssyni til að sofa í bátnum, þangað til ég fengi báts- ferð suður, eftir 2-3 daga. Pyngj- an var ekki svo þung að hún þyldi hótelgistingu, og því brá ég á það ráð að fá að liggja í bátnum, þó ekki væri það góð vistarvera, óupphituð, en ég var heitfengur á þeim árum svo kuldinn kom ekki að sök. Þetta sumar var maður starfandi á planinu hjá Antoni sem hét Jón Olsen, frá ísafirði. Móðir hans var þar einnig, mig minnir hún væri í matreiðslunni fyrir starfsfólkið á planinu. Mér líkaði mjög vel við Jón, hann var alltaf í góðu skapi, satt var það að hann talaði nokkuð og fann dálítið til sín, sem kallað er. En ekki kom það fram við mig. Nú var það fyrsta kvöldið sem ég ætlaði að gista í Sindra að Jón kom til mín um borð og sagðist vera með skila- boð frá móður sinni, hvort ég vildi ekki koma og borða með þeim. ,,Þetta verður síðasta máltíðin sem MINNISSTÆÐUR MAÐUR Mig langar til að minnast manns, sem ég þekkti þegar ég var bam og hefur orðið mér minnis- stæður fyrir margra hluta sakir. Hann hét Sigurjón Sigurðsson og var fæddur á Vigdísarvöllum í Krísuvíkursókn. Ekki veit ég fæðingardag eða ár, en það hefur verið um 1870. Ung- ur hóf hann búskap með Engilráð Kristjánsdóttur. Þau voru á svip- uðum aldri. Engilráð var Hafnfirðingur að ætt. Fyrstbjuggu þau íTjamarkoti á Hvaleyri, en árið 1904 flytja þau yfir f jörðinn og reystu býli sem þau nefndu Eyrarhraun. Þau eignuð- ust tvö börn, Kristínu og Engiljón, sem hét í höfuð þeirra beggja. Sigurjón vann alls konar störf utan heimilisins. Þegar þau höfðu búið á Eyrarhrauni í tíu ár urðu þau fyrir þeirri sorg að missa Kristínu dóttur sína, hina efnileg- ustu stúlku 16 ára gamla. Nokkru síðar slíta þau samvistir og Sigur- jón gerist vinnumaður á prestssetr- inu á Görðum og víðar. Þau seldur Eyrarhraun 1919. Þegar ég man fyrst eftir Sigur- jóni um 1933 eða 1934 þá er hann heimilisfastur hjá fósturforeldrum mínum að Hlíð í Garðahverfi og átti hann lögheimili þar til dauða- dags 1942, en síðustu árin dvaldi hann a Sviðholti á Álftanesi. Sig- urjón vann á hinum og þessum stöðum og oft var hann verkstjóri. Hann var mjög duglegur verkmað- ur og kappsamur og vildi hvers manns vanda leysa. Sigurjón var frekar hár og grannur, lotinn í herðum með al- skegg. Ég man sérstaklega eftir augum hans, sem voru fallega blá og hýr og með broshrukkum í kring. Honum lá hátt rómur og var glaðsinna. Hann hafði þetta fyrir máltæki: ,,Það sér hver heilvita rnaður". Fjóla Sigurbjörnsdóttir. Sigurjón var ákaflega barngóð- ur. Oft sat ég á hnjám hans á kvöldin þegar mamma og pabbi voru í fjósinu og lærði af honum vísur og kvæði. Ég man sérstak- lega eftir einni þulu sem hann kenndi mér en hún er svona. Tíkin hennar Leifu, tók hún frá mér margt, blöð og skaflaskeifu, skinn og vaðmál svart, níu álna langan naglatein. Tíkin sú var ekki ein, Oðinn var með henni hér á túnið vildi hún tylla sér. Tára gleypti hún tuttugu hamra stráka tvo og Ijái og orfa kapalinn og kaupskip og kálfa tólfog Þórólf. Rótaði hún í sig Rangárvöllum Reykjanesi og Bakkanum öllum Ingólfsfjalli og öllum Flóa aftur lagði hún kjaftinn mjóa. Þó var hún ei með hálfan kvið þetta gleypti hún allt í sig. Mér blöskraði alveg þessi ósköp sem tíkin gat látið ofan í sig, en seinna vissi ég að þetta var gáta og tíkin var þokan. Sigur jón var mikill grjóthleðslu- maður. Hann hlóð sjávargarð í Hlíð sem þótti mikið mannvirki. Þessi veggur stóð af sér allan sjávarágang í milli 30 til 40 ár. En í febrúar 1970 í stórstreymi og for- áttu brimi tókst sjónum að brjóta skörð í garðinn. Sigurjón var laginn við skepnur og var oft sóttur ef eitthvað var að kúm og kindum. Hann sprautaði kýr við doða. Hann átti tvær kist- ur, í annarri geymdi hann sprautu dótið, ég man eftir þessari sterku sótthreinsunarlykt, þegar kistan var opnuð. Sigurjón var mjög sparsamur við sjálfan sig, t.d. gekk hann milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur heldur en að fara með áætlunarbflnum. Við aðra var hann greiðugur. Hann lánaði mönnum peninga og heyrði ég sagt að sumir hefðu aldrei borgað honum aftur. Fyrir hver jól fór hann í kaupstað og keypti jólagjafir handa öllum börnum í hverfinu. Nokkrum dög- um fyrir jól gekk hann um hverfið og útbýtti gjöfum. Ekki er ég frá því að bömin hafi farið að gá til ferða Sigurjóns þegar h'ða tók að jólum. Þá var ekki eins mikið um gjafir og nú. Sigurjón átti hund sem fylgdi honum hvert sem hann fór. Þetta var fallegur hundur, snjóhvítur með svört eyru og svart kringum annað augað. Þessi hundur hét Doggur. Eg held að öllum hafi þótt vænt um Sigurjón sem kynntust honum. Veit ég um ein hjón sem létu son sinn heita eftir honum, þó ekki væri um skyldleika að ræða. Ég mun alltaf minnast hans með hlý- hug og þakklæti. Fjóla Sigurbjömsdóttir. við étum á Sigló á þessu sumri“ sagði hann. Ég tók þessu boði með þökkum, því lítið hafði ég étið síð- asta sólarhringinn eða svo. Jón og móðir hans fóru með vélbáti til ísa- fjarðar daginn eftir. Að lokinni máltíðinni, fékk konan mér pappakassa all stóran, var hann fullur af brauði og ýmsum öðrum mat, og þetta nesti dugði mér, þann tíma sem ég þurfti að bíða á Siglufirði eftir bátsferð suður. En fleiru áttu þau mæðginin eftir að víkja að mér, því nokkru fyrir kl. 9 kom Jón Olsen og sagðist ætla í bíó. ,,Vilt þú koma með, ég býð þér“, sagði hann. Ég tók þessu boði með þökkum. Ekki man ég hvað myndin hét, en í henni var mikið um skothríð, það man ég. En svo lauk myndasýning- unni og við héldum heim, ég um borð í Sindra en Jón inn undir Bakka. Þá kvaddi ég Jón Ólsen í síðasta sinn, hann lést nokkrum árum seinna. Ég minnist hans með hlýju. Er ég hafði búið um mig í einni kojunni í hásetaklefanum á Sindra' og kveikt eld í kabyssunni komu tveir menn í heimsókn. Ekki var ég hrifinn af þeirri heimsókn. Annar var skipsfélagi minn frá sumrinu. hinn þekkti ég ekki. Þessir menn voru af þeirri manngerð, sem kall- aðir voru rónar. Þeir voru undir eftirliti lögreglunnar og annað slagið í steininum. Eins og áður sagði átti ég einn 50 króna seðil, það var aleigan. Þessir strákar, sem komu til mín, fóru þess á leit við mig að fá að sofa í lúkamum eina nótt því að á morgun fengju þeir far til Akureyrar, en þar áttu þeir heima. En leyfið sem ég fékk til að sofa í bátnum var háð því skilyrði að ég leyfði engum að vera með mér um borð, og það sagði ég þeim. Þeir brugðust hinir verstu við og hugð- FAXI-215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.