Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 72
... ámað heilla ... ámaðheilla... ámað heilla ... ámað hellla..
Bjöm Magnússon
sjötugur
Kœri samherji Björn Magnússon.
Við hjónin óskum þér afalhug til
hamingju með sjötíu ára afmrelið.
Vonandi munu minningarnar frá
afmœlishófi þínu þann 15. októher
s.l. endast þér alla tíð. Megir þú
ftnna gleði og styrk í því að muna
vinahópinn, sem sótti þig heim.
Megir þú ftnna öryggi og ánœgju
þess að lifa meðal vina, þó þeir séu
ekki alltafí sjónmáli.
Við óskum þér þess að vinirnir
birtist þér þá og þegar þú þarft þess
með.
Björn, þú hefur alltaf verið hug-
sjóna-, framkvœmda- og gœfu-
maður. Á lífsferli þínum hefur þú
gengið í gegnum mikla og marg-
breytilega lífsreynslu. Pín gæfa hef-
ur m.a. verið fólgin í því að kunna
SETBERG
óskar Suöurnesja-
mönnum gleðilegra
jóla og farsældará
komandi ári.
SETBERG
Freyjugötu 14,
Reykjavík.
að taka mótlœtinu og gera gott úr
hlutunum. Sömuleiðis hefur þú
kunnað að taka meðlœti og góðum
dögum og það er mikil lífsins
kúnst.
Öll þau ár, sem ég hef þekkt þig
og þurft að rœða við þig, oft um
viðkvæm mál, hefur þú haft hjart-
að á réttum stað, efsvo má að orði
komast. Þú skilur oft svo vel innri
kjarnann í hverju máli, en horfir
ekki á hismið stjörfum augum eða
aukaatriði málsins. Það er líka
guðsgjöf að geta það.
Ég er ekki að halda því fram að
allt sem þú hefur gert sé rétt, eða
það eina rétta. Hvaða maður getur
hagað breytni sinni þannig? En
hinn góði vilji þinn ræður oftast
gjörðum þínum og tillögur þínar
eru alla jafna gjörhugsaðar og góð-
ar og mjög umhugsunarverðar. Þú
átt hrós skilið, því þú ert hróss
verður. Þú ert vinfastur. Það er
einn þinna kosta. Þú ert iðnaðar-
maðurí besta lagi, sem erheiðurog
sœmd. Fáir eru meiri listamenn en
einmitt góðir smiðir, því að verkið
lofar meistarann.
Davíð Stefánsson, hið mikla
skáld, segir í Ijóði sínu ,,Höfðingi
smiðjunnar“.
Hann vinnur myrkranna milli.
Hann mótar glóandi stál.
Þaö lýtur hans vilja og valdi,
hans voldugu, þöglu sál.
Sú hönd vinnur heilagan starfa,
sú hugsun er máttug og sterk,
sem meitlar og mótar í stálið
sinn manndóm - sín kraftaverk.
Þarna er mikið sagt og meistara-
lega, - af skáldsýn - um hinn skap-
andi mann.
Björn, þú hefur verið skapandi
maður alla þína tíð og stendur vel
fyrir þínu:
Hann tignar þau lög, sem lífið
með logandi eldi reit.
Hann lærði af styrkleika stálsins
að standa við öll sín heit.
Hann lærði verk sín að vanda
og verða engum til meins.
Þá væri þjóðinni borgið,
ef þúsundir gerðu eins.
Þetta sagði Davíð um manninn,
sem mótaði stálið. Björn, þú hefur
mótað stálið, frá bernsku til þessa
dags og gerir enn. Þú býrð yfirstál-
vilja og styrkleika og hefur aldrei
hlaupist frá hálfnuðu verki.
Þú ert líkur fyrirmynd skáldsins,
- já sannur höfðingi jafnt í smiðj-
unni sem utan hennar.
Ég óska þér þess, að þú njótir
œvikvöldins langan tíma í sannri
gleði þroskaðs manns og bið þér
guðs blessunar í nútíð og framtíð.
Oskar Jónsson.
Karvel
Ögmundsson
áttræður
Hér erum við mættir til að fœra
þér heillaóskir Olíufélagsins á þess-
um tímamótum. Þú varst með þeg-
ar grunnur var lagður og félag okk-
ar stofnað. Þú hefir verið í stjórn
þess allt frá stofnun félagsins. Þú
heftr verið traustur útvörður og
ráðgjafi þegar vandasöm atriði
hafa verið rœdd og stefna mörkuð.
Þú hefir með hógvœrð og stillingu
gert athugasemdir, bent á leiðir til
lausnar, þegar vanda hefir borið að
höndum. Tillögur þínar og ábend-
ingar hafa jafnan verið mótaðar af
lífsreynslu þinni, eðlisgreind, vel-
vilja og jákvœðu lífsviðhorfi.
Fyrir þetta og störf þín öll í þágu
Olíufélagsins er þér þakkað.
Karvel Ógmundsson er á vissan
hátt í hópi landnámsmanna og
skipar þann sess með prýði. Land-
nám hans er víðáttumikið. Suður-
nes öll hafa verið í hans verka-
hring. Þar hefur hann verið í farar-
broddi um margra áratuga skeið.
Hann hefir átt drjúgan hlut í fram-
farasókn og uppbyggingarstarfi á
fjölmörgum sviðum byggðariags-
ins. Þess er minnst og það er þakk-
að í dag.
Karvel er ekki aðeins landnáms-
maður. Hann er einnig aldamóta-
maður í þess orðs bestu merkingu.
Allt hans starf og líf hefir verið mót-
að afósk um betri tíð landi og þjóð
til handa. Hann hefir lýst bernsku
sinni, umhverfi og lífsbaráttu sam-
tíðar sinnar á glöggan og eftir-
minnilegan hátt í ritverki, sem er
einstakt í sinni röð. Það varðveitir
hluta af þjóðarsögu okkar og
minnir á, hvernig barist var í raun
með tvær hendur tómar gegn regin-
mætti máttarvaldanna.
Ég lœt hér staðar tiumið. Við vit-
um að margir hugsa til Karvels í
dag og þakka giftudrjúgt liðsinni
og framlag á víðum vettvangi. í
þeim hópi erum við, félagar þínir
og samstarfsmenn í Olíufélaginu.
Hjörtur Hjartar.
Ingólfur
AÖalsteinsson
sextugur
Ingólfur Aðalsteinsson fram-
kvœmdastjóri Hitaveitu Suður-
nesja varð sextugur 10. október
síðastliðinn.
Það er mérsem formanni Lions-
klúbbs Njarðvíkur ánœgjuefni að
fá að flytja honum og fjölskyld-
unni, árnaðaróskirfyrir hönd okk-
ar félaganna úr klúbbnum. Ingólf-
ur gerðist félagi í Lionsklúbbi
Njarðvíkur á afmœlisdegi sínum
10. október 1962 og hefur því verið
Lionsmaður í 21 ár og hefur Ing-
ólfur verið rnjög virkur í hreyfing-
unni og starfað í sönnutn Lions-
anda alla tíð.
Mér er það bæði Ijúft og skylt að
minnast á lítið eitt af hinum fjöl-
mörgtt störfum sen Ingólfttr hefttr
innt af hendi fyrir Lionsklúbb
Njarðvíkur gegnttm árin. Hann var
í stjórn, sem gjaldkeri starfsárið
1965 - 1966. Umdœmisritari 1968 -
1969 og formaður 1973 - 1974,
núna á þessu ári í mætingar og fjár-
öflunarnefnd.
Ég vil nota þetta tœkifæri og
þakka Ingólfi öll hans fjölmörgu
störf fyrir Lionshreyfinguna og
hlakka til að eiga með honum sam-
leið áfram um ókomna tíð.
Að lokttm kœri félagi, endurtek
ég árnaðaróskir þér til handa á
þessum merku tímamótum. Lifðtt
heill.
Með Lionskveðju,
Form. L.K. Njarðvíkur,
Eðvald Bóasson.
272-FAXI