Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 79

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 79
Litla Leikfélagið: Spánskflugan Höfundar Spánskflugunnar Am- old & Bach eru vel þekktir höf- undar ærslaleikja. Hér áður fyrr, þegar leikfélög eða leikhópar börðust í bökkum fjárhagslega og höfðu lítinn, oftar engan styrk frá ríki eða sveitarfélagi, var oft leitað eftir skopleik frá þessum höfund- um þar eð leikrit þeirra féllu sjald- an eða aldrei, voru vel sótt og lag- færðu jafnan sjóðstöðuna. Ástæð- an er sú að fólk á öllum aldri og við flestar kringumstæður hefur þörf fyrir að hlæja - hlæja svo einlæg- lega að allt í veröldinni gleymist nokkur augnablik. Og það er meira en hálfdauður maður sem ekki veltist um af hlátri í leikhúsi Litla leikfélagsins við sviðsetningu Spanskflugunnar undir leikstjórn Guðrúnar Ás- mundsdóttur, ágætrar leikkonu úr Reykjavík. Leikþráðurinn er spunninn úr mögnuðum misskiln- ingi og sálrænni uppákomu synd- ugra manna - flytur vissan lærdóm en varla boðskap. Það gera ærsla- leikir víst sjaldan. Litla leikfélagið á nú stóran hóp þjálfaðs leikfólks sem gerir betur en vænta má af áhugaleikfólki sem að jafnaði hefur meira en venju- lega vinnuviku við dagleg störf og heldur síðan til þessa áhugastarfs, sjálfum sér og öðrum til ánægju og yndisauka. Olaunað menningar- starf. Undirritaður hefur séð flest af þeim 16 verkefnum félagsins, sem það hefur verið með á fjölunum frá því að það var stofnað 1976, og ef ég man rétt þá er meiri hraði og lipurð í þessari uppsetningu en í hinum fyrri - þar kann margt að koma til en fyrst og fremst er það verk leikstjórans og svo leikni höf- unda við skopgerðina. Það var hvergi veikur hlekkur hvorki í leik- endahópnum né öðrum er aðstoð- uðu - en liðskipan var á þessa lund: I.EIKSTJÓRI. ............................... Guðrún Ásmundsdóltir AÐSTOÐARLEIKSTJÓRI,................... .......Muría Guðfinnsdóttir TEXTAHÖFUNDUR,..............................................Böðvar Guðmundsson LJÓSAMEISTARI, ..................... ............Svavar Óskarsson SÝNINGARSTJÓRI, ... ...........María Guðfinnsdóttir UNDIRLEIKUR OG SÖNGSTJÓRN,.......................Siguróli Geirsson FÖRÐUN, SAUMAR OG SMÍÐI, ..............................Hópvinna PERSÓNUR OG LEIKENDUR: LÚÐVÍK KLINKE, sinnepsverksmiðjueigandi ...........Sigfús Dýrfjörð EMMA, kona hans ..............................Kolbrún Sigurðardóttir PAULA, dóttir þeirra ........................Guðríður Guðjónsdóttir EDWARD BURVIG, þingmaður, bróðir Emmu....................Ólafur Sigurðsson WALLY, dóttir hans........................................ Guðríður Júlíusdóltir ALAIS WIMMER, mágur Emmu ......................... Bragi Einarsson DR. FRITS GERLACH, málaflutingsm.............Unnsteinn E. Kristinss. ANTON TIDEMEYER....................................Jóhann Jónsson GOTTLIEB MEISEL ..............................Hólmberg Magnússon M ATTHILDUR, kona hans...................Ragnheiður Guðmundsdóttir HINRIK, sonur þeirra......................................Ingimundur Magnússon MARÍA, bústýra hjá Klinke ..................Sigurbjörg Ragnarsdóttir Astarjátning Hinriks (Guðmundar) virðist ekki hafa lent á réttum stað. Paula (Guðríður G.) er a.m.k. afundin en Wallý (GuðríðurJ.) bíður fœris. Frú Emma, sem er í forystusveit kvenna er berst gegn siðspillingu, telursig hér vera að hremma sökudólg í 24 ára gömlu barnsburðarmáli. - En það er aðal hrollvekja leiksins og hefur komið stinnl við taugar þessara heldri manna sem eru með lienni á sviðinu, en jx'ir eru talið frá vinstrí, Klinke (Sigfús), Wimmer (Bragi), Tidemeyer (Jóhann) og Burvig (Ólafur). Þó að allir hafi verið að ,gera það gott“ tel ég að aðalhlutverkið í höndum Sigfúsar Dýrfjörð hafi verið sérlega vel af hendi leyst og fært Sigfús á bekk með bestu skop- leikurum sem hér syðra hafa sést á sviði. „Asseríu" fræðingurinn Hinrik leikinn af Ingimundi Magn- ússyni var skemmtileg persónu- gerð - rólegt tímaskin og fomleg ástarjátning stakk vel í stúf við hraða leiksins. Hinn ástargoðinn var af öðru sauðarhúsi, Dr. Frits, málaflutningsmann lék Unnsteinn Kristinsson. Hann hefur um árabil verið ein af máttarstoðum félags- ins og kunni vel sitt fag. Þá voru þessar eftirsóttu heimasætur ekki af lakari endanum, þær Paula, leikin af Guðríði Guðjónsdóttur og Wallý, leikin af Guðríði Júlíus- dóttur, voru afar geðþekkar ung- um mönnum. Raunar mætti telja upp alla leikarana með svipuðum ummælum. Þetta er sýning sem þyrfti að sýna víðar til að sýna það enn einu sinni, að Suðurnesjabúar hafa gott innlegg í leiklistina í land- inu. Frumsýningargestir kunnu vel að meta kátínuna og fengu leikar- ar og leikstjóri veglegt þakklæti og voru marg klappaðir fram og blómvendir bárust. J.T. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Keflavík Pósthólf 100 - Sími 3100 INNRITUN fyrir vorörm, bæði í dagskóla og öldungadeild, 1984 fer fram á skrifstofu skólans frá kl. 9-12 og lýkurföstudaginn 15. desember. Skólagjaldið í öldungadeild er 1.600 kr. fyrirönnina en 1.800 kr. ef veittur er gjaldfrestur með víxli. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir þennan tima, þvi ákvörðun um hvaða áfangar verði kenndir verður að taka um miðjan desember. Þá ræður mestu hve stórir hóparnir eru. Skólameistari. FAXI-279
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.