Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 5

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 5
SÉRA BJÖRN JÓNSSON: VERTU ALLTAF GÓÐUR — TEXTI: JÓH. 15.12-17- Ekki alls fyrir löngu fór ég í bíó og sá þar mynd, sem farið hefir sigurför um heiminn á þessu ári, - og kom víst mjög til greina sem Oskars-verðlaunamynd, við út- hlutun þeirra eftirsóttu verðlauna, og fékk reyndar margs konar við- urkenningar, þegar afhending þeirra fór fram. Sú mynd, sem hér um ræðir, heitir E.T., - og fjallar um geim- veru, sem verður viðskila við fé- laga sína, er koma í heimsókn hingað til jarðarinnar, en hverfa á brott eftir skamma hríð. - Geim- vera þessi er harla einkennileg út- lits og í framkomu. Hún lendir í ýmsum furðulegum og fjarstæðu- kenndum ævintýrum, sem ég ætla ekki að f jalla um hér. En boðskap- urinn, sem myndin flytur, er at- hyglisverður, - og hefir ekki horfið mér úr huga. Geimveran, sem virðist vera barn, - kynnist á jarð- ardvöl sinni nokkrum mennskum börnum, - og milli þeirra skapast, á hrífandi hátt, gagnkvæmur kær- leikur, sem gengur eins og rauður þráður í gegnum alla myndina. Og þegar svo að því kemur, að þessi furðulegi jarðgestur kveður hina mennsku vini sína, og hverfur á brott með félögum sínum sem komnir eru til þess að sækja hann, þá verða kveðjuorðin hans þessi: Vertu alltaf góður“. Þessi mynd, - og þó einkum sá einlægi og hlýi mannúðar- og kær- leiksboðskapur, sem hún flytur á svo minnilegan hátt, kom alveg sérstaklega skýrt fram í huga minn, þegar ég fór að virða fyrir mér guðspjallið, sem tilheyrir þessum drottinsdegi, - þrenning- arhátíð, samkvæmt þriðju guð- spjallaröð, - og lesinn var frá altar- inu hér áðan. Það er guðspjallamaðurinn Jó- hannes, sem hér hefir orðið. Og hann er hér að minna á þá miklu áherslu, sem Jesús lagði á kærleik- ann í boðskap sínum. Ævafornar sagnir herma að Jó- hannes hafi lifað lengst allra postulanna. í hári elli átti hann heima í borginni Efesus í Litlu- Asíu. Þá lét hann bera sig á guðs- þjónustustað safnaðarins hvern helgan dag. Og þótt hann hefði ekki lengur þrótt til þess að rísa á Séra fíjörn Jónsson íprédikunarstóli Keflavíkurkirkju. hefir reynslan leitt í ljós á ótvíræð- an hátt. Jesús Kristur er ekkert tímabundið- einangrað fyrirbæri á vegferð kynslóðanna. Hann er ekki aðeins fjarlæg sögupersóna, sem verðskuldar fyllstu aðdáun, sökum fagurrar kenningar og göf- ugrar breytni. Han er orðið, - orð- ið eilífa, - orð Guðs til mannanna. í orðum hans heyrum við raust Guðs óma, - finnum kærleiks- hjarta hans slá. Og verkin hans öll vitna um föðurhönd, sem þráir ekkert heitar en að bjarga og bless- un veita, - vegvilltum og van- megna tímans börnum. í þessu er innsti og dýpsti boð- skapur Nýja testamentisins - og Biblíunnarallrar-fólginn. Guð er kœrleikur. Það er kjarni kristin- dómsins. - Guð elskar þig, - og þess vegna sendi hann: ,,son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf'. Vegna þín var það allt saman á sig lagt, - Jesús Kristur lifði og starfaði, - leið og dó þér til eilífrar bjargar. Og ,,af því þekkj- um vér kœrleikann, að hann lét líf- ið fyrir oss. “ fætur og flytja ræður, þá ávarpaði hann söfnuðinn hverju sinni með þessum sömu orðum: ,,Börnin mín, elskið hvert annað". ,,Postuli kcerleikans", er hann líka oft, - og réttilega nefndur. Hin tilvitnuðu orð hans eru í raun og veru endur- ómur af orðum Frelsarans, sem hann setur fram í upphafi guð- spjallsins: ,,Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver anrtan eins og ég hefi elskað yður“. Og í beinu framhaldi af þessu dýrðlega boðorði segir Jesús: ,, Meiri elsku hefur enginn en þá, að hann leggur líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. “ - Þama setur Jesús fórnina sem forsendu hins æðsta kærleika. Og þessa staðhæfingu undirstrikar Jóhannes í einu bréfa sinna, er hann segir: ,,Af því þekkjum vér kœrleikann, að hann lét lífið fyrir oss“. - Þar er hann að minna á fórnardauða Frelsarans. í vitund hans er Jesús Kristur og kærleikurinn eitt og hið sama. An Krists er enginn kærleikur til, - en með honum og í honum em allir geislar kærleikans saman safnaðir í ósegjanlegri dýrð. - Þetta þekkja þeir, sem gengið hafa Kristi á hönd, - gerst lærisveinar hans - orðið gagnteknir af kærleikahans. Þannig ályktar postulinn. Og sannleiksgildi þeirrar ályktunar Það er dásamlegt, vinir mínir, að þekkja þennan kærleika, fyrir eigin persónulega reynslu. Já, - það er dásamlegra en orðum verði að komið, að eiga Jesúm að einka- vini í lífi og dauða, - eiga hann sem sinn persónulega Frelsara, - og KEFLVÍKINGAR - SUÐURNESJAMENN Höfum til sölu úrval af raðhúsum í smíðum við Heiðarholt og Norðurgarð. Húsunum verður skilað fullfrágengnum að utan með standsettri lóð. Glæsileg hús með góðum greiðsluskilmálum. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofunni. FASTEIGNASALAN HAFNARGÖTU 27, KEFLAVÍK SÍMI1420. FAXI-205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.