Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 37

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 37
...ámaö heilla...ámað heilla...ámað heilla...ámað heilla... Eyjólfur Guðjónsson áttærður Yngsti skipverjinn í eftirminni- legum róðri, sem sagt er frá á öðrum stað í blaðinu, var Eyjólfur Guðjónsson, þá 16 ára gamall. Hann fyllti áttatíu árin 17. október s.l. Margt hefur að sjálfsgöðu drifið á daga hans frá því að Sterling bjargaði skipshöfninni í Garðsjón- um 19. desember 1919. Eyjólfur erfœddur í Keflavík 17. otkóber 1903 og voru foreldrar hans hjónin Guðjón Eyjólfsson, fœddur í Keflavík, og Svanlaug Arnadóttir, œttuð úr Hrútafirði. Eyjólfur ber nafn afa síns, en hann var sonur Ólafs Eyjólfssonar er fyrst byggði torfbæinn Ná- strönd. Synir Ólafs á Náströnd voru einnig Jón og Bjarni, sem voru þekktir útvegsbœndur í Kefla- vík á sinni tíð. Systkini Eyjólfs eru Helga, Þor- valdur og Ólafur, öll í Keflavík. Kona Eyjólfs var Guðlaug Stef- ánsdóttir, œttuð úr Hafnarfirði, hún lést árið 1976. Börn þeirra eru þessi í aldurs- röð: Guðjón, lögg. endurskoðandi í Reykjavík, María, býr í Reykja- vík, Guðlaugur, umboðsmaður Brunabótafélags Islands í Keflavík og Sigurður, forstjóri Mjólkurfé- lags Reykjavíkur. Barnabörn Eyj- ólfs eru 17. Eyjólfur var lengi við vélbátana hér í Keflavík, á sjó og í landi. Var hann þá lengst við m/b Sœfara og m/b Bjarna Ólafsson. I félagsmálunum hér í Keflavík hefur Eyjólfur verið liðtœkur og þar hefur hann starfað tnikið. Hann var í Ungmennafélagi Kefla- víkur, og í mörg ár ritari félagsins. Hann var einn af stofnendum Knattspyrnufélags Keflavíkur og fyrsti formaður þess. A árunum 1927-30 vorum við Eyjólfur í stjórn Lestrarfélags Keflavíkur og um leið afgreiðslu- menn þess. Við önnuðumst einnig innkaup bóka, sem voru mjög af skornum skammti, því ekkert fé var til þess, nema það sem inn kom fyrir útlán bókanna. Þá var reynt að afla tekna með skemmtunum. Með því að fá þekkta fyrirlesara og hafa þá dans á eftir, því þá þótti það ekki við hæfi að bjóða dansinn einan. Einnig voru stundum sýnd stutt leikrit og hafði Eyjólfur oft allan veg og vanda af þeirri starfsemi, - og lék stundum sjálfur. Eg man t.d. að Lestrarfélagið sýndi leikrit hér í Keflavík og í Sandgerði á þessum árum og unn- um við Eyjólfur þar saman að setja það á svið, var það sýnt hér heima og í Sandgerði. Þá vann hann að sviðsetningu leikrita hjá Ungmennafélaginu, Stúkunni og Verkalýðsfélaginu eft- ir að Félagshús var byggt. Eyjólfur er enn sæmilegur til heilsu. Hann vinnur nú afgreiðslu- störf í birgaskemmum Varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli. Eg kveð Eyjólf og vona, að hann eigi enn mörg ár til góða, heill og hress tilstarfa. Með heillaóskum og þökk fyrir samstarfá liðnum árum. Ragnar Gudleifsson. Suðumesjaljóð á snældu Amartak, forlag Jóhannesar Helga, hefur sent frá sér nýja kassettu: Suðumesjaljóð og lög frá liðnum ámm eftir Kristin Reyr, mikið prógramm, sem níu listamenn flytja, tónlistarmenn, söngvarar, leikarar og kvæða- menn. í frétttatilkynninguforlagsinssegir: Kristinn Reyr er fæddur 1914 í Grindavík og er af bændum og sjómönnum kominn. Hann sleit bamsskón- um á Suðurnesjum, en fluttist á unglingsárum til Reykja- víkur og stundaði þar nám og verslunarstörf um árabil, uns hann um tvítugt lagði leið sína á ný til Suðumesja. Hann síofnaði og rak bókabúð í Keflavík um tveggja áratuga skeið og vann jafnframt ötullega að félags- og menningarmálum staðarins. Flutt og útgefin verk Kristins eru á þriðja tug, leikrit, Ijóð og söngvar. A kassettunni er samankomið úrval þess efnis sem í verkum Kristins á rætur að rekja til Suðumesja og hefur höfundurinn haft veg og vanda af vali efnisins. Flytjendur ásamt honum em Ámi Tryggvason, Eyþór Þorláksson, Jón Atli Jónasson, Jón Sigurbjörnsson, Jónína H. Jónsdóttir, Kjartan Hjálmarsson og Reynir Jónasson. FATASKÁPARNIR VINSÆLU FRÁ SIGURÐI ELÍASSYNI... ávallt fyrirliggjandi DUUS Hafnargötu 36 Keflavík Sími2009 FAXI-237
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.