Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 39
staðið fyrir kostnaðarsömu nám-
skeiði með erlendum ráðgjöfum.
Kostnaðurinn við það sem SIL-
nefndin hefur kallað „samræm-
ingarstarf' hefur orðið svo mikill
að fjármögnun iðnráðgjafastarfs-
ins hefur á seinni helmingi ársins
1983 einfarið legið á herðum
sveitafélaganna sjálfra. Petta er
m jög bagalegt ekki síst í ljósi þeirr-
ar staðreyndar að fjárhagur lands-
hlutasamtakanna er víða mjög
bágborginn og hefur komið til tals
að leggja iðnráðgjafastarfsemina
niður verði iðrnrágjafastarfið ekki
fjármagnað af öðrum en lands-
hlutasamtökunum.
Til að tryggja örugga fjármögn-
un iðnráðgjafastarfsins og efla iðn-
þróun úti í landshlutunum hafa
samtök sveitafélaganna, að Suður-
nesjum undanskildum, stofnað
sérstakan iðnþróunarsjóð.
Á Suðurlandi hefur verið starf-
andi slíkur sjóður frá árinu 1981, á
Austurlandi og Vestfjörðum frá
miðju ári 1983 og til er sérstakur
sjóður á Eyjafjarðarsvæðinu sem
ber heitið: Iðnþróunarfélag Eyja-
fjarðar og gegnir fyrst og fremst
því hlutverki að fjárfesta í hluta-
bréfum nýstofnaðra fyrirtækja.
Á Vesturlandi hafa nýverið bor-
ist fréttir af iðnaðamefnd sam-
bandsins. SSV hefur mælt með
stofnun iðnþróunarsjóðs og hefur
þegar samið lög um starfsreglur og
starfssvið fyrir sjóðinn.
Á Suðurnesjum hefur Hafna-
hreppur og Keflavíkurkaupstaður
lagt til að stofnaður verði iðnþró-
unarsjóður Suðumesja með þátt-
töku sveitafélaganna allra en á síð-
asta Aðalfundiu S.S.S. treystu hin
fimm sveitafélögin sér ekki í stofn-
un slíks sjóðs fyrr en tryggt væri að
sjóðurinn hefði aðrar tekjulindir
en framlög sveitafélaganna.
Um þessar mundir eru iðnráð-
gjafar landshlutanna að vinna að
samræmingu iönráðgjafastarfsins.
Mun höfuðáhersla verða lögð á
aðferðafræði við greiningu á
vandamálum fyrirtækja.
Jafnframt verða samræmdar
rekstrarfræðilegar aðferðir við að
meta stöðu fyrirtækja og afkomu.
Iðnráðgjafar munu í vaxandi
mæli standa fyrir námskeiðum í
fyrirtækjasögu í líkingu við nám-
skeiðið sem nú er haldið í Grinda-
vík, en jafnframt verða haldnar
ráðstefnur s.s. um tölvumál og
rekstrarfræðileg mál og fræðslu-
og vinnufundir fyrir einstakar
starfsgreinar.
Stefnt verður að því að fá hæf-
ustu menn sem völ er á, á hverju
sviði til að halda fyrirlestra og leið-
beina við þessi tækifæri.
Á Suðurnesjum er gnægð iönað-
artækifæra, sem byggist á því, að á
svæðinu er mikill jarðvarmi sem
tiltölulega ódýrt er að beisla borið
saman við virkjanir fallvatna.
Helstu möguleikarnir liggja í
alls konar fiskirækt, þurrkun á
fiski og fiskimjöli, ylrækt og
heilsustöð við Svartsengi. Að mín-
um dómi teldi ég brýnt að stofnað
verði iðnþróunarfélag á Suöur-
nesjum sem yrði vettvangur allra
áhugamanna um iðnþróun og
sérílagi nýtingu jarðvarma til iðn-
aðar á Suðurnesjasvæðinu.
Iðnþróunarfélagið stæði fyrir
fræðslufundum og rannsóknum á
arðsemi og markaðsmöguleikum
einstakra atvinnugreina.
Lesandi góður, atvinnumál á
Suðurnesjum standa á tímamót-
um. í ljósi nýjustu frétta um veru-
lega minnkun leyfðs bolfiskafla
hefur aldrei verið eins brýnt að
treysta og efla iðnaðaruppbygg-
ingu á Suðurnesjum á ári kom-
anda. Ut frá framreikningi mann-
fjölda og mannafla má reikna með
að skapa verði 150 - 250 ný störf á
Suðurnesjum eigi flutningur fólks
af Suðurnesjum til annarra lands-
hluta eða brottflutningur fólks til
útlanda ekki að eiga sér stað.
Ég hef þá trú að Suðurnesja-
menn beri gæfu til að rækja hlut-
verk sitt gagnvart dætrum og son-
um þessa landshluta.
Lykilorðið er samtakamáttur og
sátt allra stétta, flokka og sveitar-
félaga að taka sameiginlega á
vandamálum og leysa þau af skyn-
semi og raunsæi.
Ungur Kefívíkingur
ver doktorsritgerð
Hinn 23. september síðastliðinn varði Jóhann
Garðar Einarsson doktorsritgerð við verkfræði-
deild Heriot Watt University í Edinborg.
Ritgerðina skrifaði hann á ensku og heitir hún
Boiler and Vertical tubing.
Ritgerðin fjallar um aukna nýtingu á varmagjöf-
um og áhrif vatns á rör. Jóhann Garðar er fæddur í
Keflavík 6. október 1955, sonur hjónanna Ingi-
bjargar Garðarsdóttur og Einars Þorleifssonar.
Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólanna á
Laugarvatni 1975 og prófi í verkfræði frá Háskóla
íslands 1980. Sama ár hóf hann framhaldsnám við
áðurnefndan háskóla íEdinborg.
Jóhann Garðar starfar sem stendur á rannsókn-
arstofu í Glasgow.
-Tzn
* ----— suðurnesjamenn |
Konur - Karlar |
I
( Apóteki Keflavíkur er j
úrvalið af snyrtivörum, og
nú baetum við enn
þjónustuna.
fræðingur, mun
aðstoða og leiðbema við-
skiptavinum
á laugardögum.
Verið velkomin í apótekið.
Apótek Ketlavíkur
1
í :> ------- %
FAX1-239