Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 8

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 8
Orkuveita Suðumesja Orkubú Suðumesja Eftirfarandi erindi flutti Albert K. Sanders, bæjarstjóri íNjarðvík, á aðalfundi S.S.S. í október 1983 Fundarstjóri — góðir fundar- menn. I erindi þessu mun ég leitast við að gera grein fyrir þeim aðstæðum er liggja að baki hugmyndinni um stofnun Orkuveitu Suðumesja. Ég mun gera nokkur skil, þeim orku- fyrirtækjum sem koma til með að sameinast og gera grein fyrir hver staða málsins er í dag. 1. Forsaga. Á árinu 1945 tengdust Suður- nesin rafkerfi landsins, þegar Sogslínan kom hér suðureftir. Sú línulögn átti sér langan aðdrag- anda og mörg spor voru stigin og mörgum hindrunum þurfti að ryðja úr vegi áður en því marki var náð. Allur undirbúningur þess máls og frumkvæði var í höndum heima- manna, en ágæt aðstoð var veitt af ýmsum öðrum. Upphaflega var gert ráð fyrir að línan væri eign Suðurnesjamanna, en mál skipuð- ust þannig að svo varð ekki. Æ síðan hafa verið uppi þau sjónar- mið hér suðurfrá, að heimamenn eignuðust flutningshnuna. Pað er svo ekki fyrr en um 1972 að verulegar umræður verða í Iandinu um skipan orkumála, og þeirri skoðun eykst fylgi að mið- stýring orkudreifingar frá Reykja- vík, sé ekki endilega besta lausnin, aðrir möguleikar séu líka fyrir hendi, þ.e. héraðsveitur. Árið 1976, skipaði þáverandi iðnaðarráðherra, Gunnar Thor- oddsen, nokkrar nefndir til að Arnartak hefur sent frá sér kass- ettuna ,,Spámaðurinn“ eftir Kahlil Gibran. Ljóðabálkurinn hefur að geyma áhrifamestu mannræktarljóð samtímans, enda hafa þau selst í tíu milljónum ein- taka. Jónína H. Jónsdóttir les ljóðabálkinn, en Kristinn Reyr flytur inngang. Gunnar Dal ís- lenskaði. Ljóðin eru ávöxtur hugljómun- ar á Líbanonsfjalli og varði Gibran mörgum árum í að fága ljóðin. Þau eru talin hátindur verka hans. Þau gera tillögur um orkudreifingu í hinum ýmsu héruðum landsins. Nefnd sú sem skipuð var í Reykja- neskjördæmi, hélt nokkra fundi og safnaði að sér miklum gögnum og fékk m.a. álit sveitarstjórna í kjör- dæminu. Álit sveitarstjórnamanna var á þann veg að flestir vildu óbreytt ástand, nema sveitarfélög- in á Suðurnesjum, sem vildu taka við orkunni frá Landsvirkjun í Hafnarfirði og sjá síðan um dreyf- inguna. Onnur sveitafélög í kjördæminu vildu óbreytt ástand hjá sér, enda höfðu þau annað hvort bein tengsl við Landsvirkjun, eða að Raf- magnsveita Reykjavíkur annaðist þeirra mál. Áður en nefndin lauk störfum, urðu stjórnarskipti og nefndin lögð niður. Fullyrða má að innan nefndarinnar sem skipuð var sjö mönnum, þarafþrem Suðurnesja- mönnum, hafi verið samstaða um að gera tillögu í málinu skv. óskum sveitarfélaganna. Eftir stofnun Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum, haustið 1978, tekur stjórn þess málið upp og kannar möguleika á sameiningu rafveitna á Suðurnesjum. Samin eru drög að stofnsamningi og hann lagður fram til kynningar á sameig- inlegum fundi sveitarstjóma- manna á Suðurnesjum sem hald- inn var í Vogum í júní 1979. Vem- legar umræður urðu um málið og þá er fyrst hreift þeirri hugmynd að hafa nú um langan aldur verið ung- um og öldnum um víða veröld uppspretta hugsvölunar og mann- skilnings. Skáldskapur og kær- leiksboðun em svo listilega sam- ofin, að hvergi verður missmíði á fundin. Ljóðalesturinn er fleygað- ur tónlist við hæfi. Ljóðabálkurinn var eilítið styttur til að hann rúm- aðist á níutíu mínútna kassettu. Upptöku annaðist Kvik sf. Ernst Kettler. Umsjón var á hendi Jóhannesar Helga. sameining rafveitnanna væri að- eins undanfari þess að rafveitumar og Hitaveita Suðurnesja samein- uðust í eitt fyrirtæki. Á þessum fundi var samþykkt að láta gera úttekt á dreifikerfum rafveitnanna á Suðurnesjum. Til verksins voru fengnir tæknimenn frá Rafmagnsveitum ríkisins og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, þeir Hersir Oddsson og Þorkell Jóns- son, skiluðu þeir tveimur skýrslum um málið, í apríl 1980 og maí 1980. í framhaldi af því var haldinn fundur með öllum sveitarstjórna- mönnum á svæðinu í Sandgerði, 19. maí 1980. Miklar umræður urðu um málið og sýndist sitt hverjum eins og gengur. Ljóst var þó að hæpið væri að sameining raf- veitnanna ein og sér, næði fram að ganga í öllum sveitarstjómum. Segja má að menn skiptust nokk- uð í tvo hópa, annars vegar þá sem vildu þegar í stað sameina rafveit- urnar og sem síðari tíma markmið samruni við heitaveituna, og hins vegar þá sem töldu enga ástæðu til annars en að stíga skrefið til fulls og sameinast strax í eina orku- veitu, þ.e. hitaveituna og rafveit- urnar. Að lokum var samþykkt tillaga þess efnis að ,,nú þegar sé tímabært að vinna markvisst að því að sameinuð orkuveita verði stofnuð á svæðinu þar sem Hita- veita Suðurnesja og rafveitur sveitarfélaganna verði sameinaðar. Fundurinn skorar því á sveitar- stjórnimar að taka formlega af- stöðu til málsins með viljayfirlýs- ingu sem allra fyrst.“ Enn er nefnd sett í málið og til' nefna sveitarstjórnirnar einn mann hver í hana. Niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir í mars 1982 og er hún á þann veg að sam- eina beri rafveiturnar sem skref * átt til sameiginlegrar orkuveitu. Tillögur nefndarinnar hlutu ekki náð fyrir augum allra sveitar- stjórnanna þar sem sumar töldu að aðild að sameiningu væri ekki æskileg nema að um sameiningu hitaveitu og rafveitna væri að ræða. Var nú fullreynt talið, að ekki næðist samstaða um annað en alls- herjar orkuveitu. ^ Þingmenn Reykjaness tóku nu málið upp á Alþingi og fluttu þingsályktunartillögu um að skipa fimm manna nefnd til að semja frumvarp um Orkubú Suðumesja. Þingsályktunin var samþykkt 3. maí 1982. Ég hefi rakið nokkuð aðdrag- anda málsins til að gera mönnum grein fyrir því, að sameining raf- veitnanna sérstaklega er út ur myndinni og ástæðulaust að hefja það mál upp á ný. Ég mun nú í stuttu máli gera grein fyrir þeim fyrirtækjum sem rætt er um að verði í Orkuveitu Suðurnesja. Heitaveita Suðumesja Hitaveita Suðumesja var stofn- sett með lögum frá Alþingi í des- ember 1974. Aðdragandi þess var *■ nokkuð langur og of langt mál að rekja hann hér. Allur undirbún- ingur og frumkvæði að stofnun hitaveitunnar, var í höndum heimamanna sem nutu ómetanlegs stuðnings þingmanna kjördæmis- ins, ráðamanna í orkumálum og fjármálum þjóðarinnar, og síðast en ekki síst, íslenskra tæknimanna sem unnu þrekvirki við að leysa ótrúlegustu tæknivandamál sem upp komu við uppbyggingu orku- versins. Hitaveita Suðumesja er stórkostlegt tækniafrek, sem borið hefur hróður íslensks hugvits og SPÁMAÐURINN 208-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.